Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2022 20:08 Viktor hefur stórtapað á frestun tónleikanna. Vísir/Vésteinn Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós. Viktor býr á Reyðarfirði ásamt kærustu sinni, Helgu Guðrúnu. Þau flugu til Reykjavíkur snemma í gærmorgun til að fara á tónleika með stórsöngvaranum Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Um hádegisbilið í gær barst síðan tilkynning frá tónleikahaldaranum Reykjavík Live. Þar kom fram að fyrirtækið neyddist til þess að fresta tónleikunum „vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd fyrirhugaðara tónleika“. Viktor og Helga flugu til Reykjavíkur frá Egilsstöðum en stuttu eftir komuna var þeim tjáð að tónleikunum væri frestað. Þegar tilkynningin barst var einungis rúmur sólarhringur í tónleikana og Viktor og Helga mætt til Reykjavíkur, búin að leigja bílaleigubíl og redda sumarfríi. Í samtali við fréttastofu segist Viktor áætla að þetta séu um hundrað þúsund krónur sem þau tapa á þessu. „Svo vorum við beðin um að setja okkur í samband við þau en svörin sem við fengum þar voru mjög svipuð og svörin sem þau gáfu öllum. Að við ættum að bíða og sjá hvað þeir geti gert eftir að þeir tilkynna nýja dagsetningu,“ segir Viktor. „Þetta eru frekar loðin svör sem fólk er að fá frá þeim. Mér finnst það hljóma svolítið þannig eins og þeir vilji ekki segja hvað gerðist.“ Hann vill þó meina að þau séu heppin að hafa ekki tapað meiru en þau gátu fengið fría gistingu hjá vinum þeirra og eru með góða afslætti. Tjónið hefði því getað verið mun meira. „Þetta er leiðinlegt en þetta er líka leiðinlegt fyrir tónleikahaldarana. Ég óska þeim hins besta og vonandi verður hægt að finna einhverja lausn á þessu. Vonandi græjast þetta allt saman og þessir tónleikar verða bara haldnir fyrr eða síðar,“ segir Viktor. Tónleikar á Íslandi Neytendur Reykjavík Fjarðabyggð Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Viktor býr á Reyðarfirði ásamt kærustu sinni, Helgu Guðrúnu. Þau flugu til Reykjavíkur snemma í gærmorgun til að fara á tónleika með stórsöngvaranum Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Um hádegisbilið í gær barst síðan tilkynning frá tónleikahaldaranum Reykjavík Live. Þar kom fram að fyrirtækið neyddist til þess að fresta tónleikunum „vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd fyrirhugaðara tónleika“. Viktor og Helga flugu til Reykjavíkur frá Egilsstöðum en stuttu eftir komuna var þeim tjáð að tónleikunum væri frestað. Þegar tilkynningin barst var einungis rúmur sólarhringur í tónleikana og Viktor og Helga mætt til Reykjavíkur, búin að leigja bílaleigubíl og redda sumarfríi. Í samtali við fréttastofu segist Viktor áætla að þetta séu um hundrað þúsund krónur sem þau tapa á þessu. „Svo vorum við beðin um að setja okkur í samband við þau en svörin sem við fengum þar voru mjög svipuð og svörin sem þau gáfu öllum. Að við ættum að bíða og sjá hvað þeir geti gert eftir að þeir tilkynna nýja dagsetningu,“ segir Viktor. „Þetta eru frekar loðin svör sem fólk er að fá frá þeim. Mér finnst það hljóma svolítið þannig eins og þeir vilji ekki segja hvað gerðist.“ Hann vill þó meina að þau séu heppin að hafa ekki tapað meiru en þau gátu fengið fría gistingu hjá vinum þeirra og eru með góða afslætti. Tjónið hefði því getað verið mun meira. „Þetta er leiðinlegt en þetta er líka leiðinlegt fyrir tónleikahaldarana. Ég óska þeim hins besta og vonandi verður hægt að finna einhverja lausn á þessu. Vonandi græjast þetta allt saman og þessir tónleikar verða bara haldnir fyrr eða síðar,“ segir Viktor.
Tónleikar á Íslandi Neytendur Reykjavík Fjarðabyggð Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira