Veitingamenn í Nauthólsvík stóla á veðurblíðu fyrir viðskipti á sumrin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. ágúst 2022 23:25 Ómar Vilhelmsson veitingastjóri á Bragganum. Vísir/Egill Sólin lék við borgarbúa í dag og einhverjir lögðu leið sína í Nauthólsvík. Dagurinn var einn sá heitasti í borginni í sumar. Opinberir mælar sögðu að hiti hafi náð upp í sautján gráður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Einhverjir skelltu sér á sund í sjónum.Vísir/Egill Það þarf ekki að segja borgarbúum það að sumarið hafi ekki verið það besta á svæðinu, hiti varla komist yfir fimmtán gráðurnar og sólin vart skinið. Veitingamenn í Nauthólsvíkinni hafa fundið vel fyrir áhrifum þessa lítt skemmtilega veðurs í sumar. „Það mætti hafa verið betra veður á þessu svæði. Ef það er sól þá er alla vega rok líka en aðallega hefur verið rigning og rok í allt sumar,“ segir Ómar Vilhelmsson veitingastjóri Braggans í Nauthólsvík. Fólk baðaði sig í sólinni í Nauthólsvík.Vísir/Egill Veðrið hafi haft áhrif á viðskipti hjá þeim í sumar. „Við þurfum að treysta á að það sé gott veður á sumrin hérna. Við erum í nálægð við háskólann en hann er ekki í gangi á sumrin, þá treystum við á sólarblíðuna og Nauthólsvíkina. Í sumar hefur það ekki verið upp á marga fiska,“ segir Ómar. Færri hafi lagt leið sína í víkina í sumar. „Já, það má segja það,“ segir Ómar. „Það er búið að vera sólríkt í dag og stanslaus traffík en það hefur ekki verið nein geðveiki eins og maður myndi kannski vilja og vonast eftir á svona degi. Skólarnir setja strik í reikninginn og rokið sem hrjáir okkur.“ Veðurblíða í höfuðborginni í dag.Vísir/Egill Hann voni að veðrið leiki við þau út mánuðinn. „Maí var þokkalegur, eigum við ekki að vona að seinni hlutinn af sumrinu verði líka þokkalegur. Ég sagði þetta reyndar líka síðasta sumar, það var ekki gott, þannig að við skulum vona að næsta sumar verði geggjað. Er ekki alltaf ár eftir þetta ár?“ Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Einhverjir skelltu sér á sund í sjónum.Vísir/Egill Það þarf ekki að segja borgarbúum það að sumarið hafi ekki verið það besta á svæðinu, hiti varla komist yfir fimmtán gráðurnar og sólin vart skinið. Veitingamenn í Nauthólsvíkinni hafa fundið vel fyrir áhrifum þessa lítt skemmtilega veðurs í sumar. „Það mætti hafa verið betra veður á þessu svæði. Ef það er sól þá er alla vega rok líka en aðallega hefur verið rigning og rok í allt sumar,“ segir Ómar Vilhelmsson veitingastjóri Braggans í Nauthólsvík. Fólk baðaði sig í sólinni í Nauthólsvík.Vísir/Egill Veðrið hafi haft áhrif á viðskipti hjá þeim í sumar. „Við þurfum að treysta á að það sé gott veður á sumrin hérna. Við erum í nálægð við háskólann en hann er ekki í gangi á sumrin, þá treystum við á sólarblíðuna og Nauthólsvíkina. Í sumar hefur það ekki verið upp á marga fiska,“ segir Ómar. Færri hafi lagt leið sína í víkina í sumar. „Já, það má segja það,“ segir Ómar. „Það er búið að vera sólríkt í dag og stanslaus traffík en það hefur ekki verið nein geðveiki eins og maður myndi kannski vilja og vonast eftir á svona degi. Skólarnir setja strik í reikninginn og rokið sem hrjáir okkur.“ Veðurblíða í höfuðborginni í dag.Vísir/Egill Hann voni að veðrið leiki við þau út mánuðinn. „Maí var þokkalegur, eigum við ekki að vona að seinni hlutinn af sumrinu verði líka þokkalegur. Ég sagði þetta reyndar líka síðasta sumar, það var ekki gott, þannig að við skulum vona að næsta sumar verði geggjað. Er ekki alltaf ár eftir þetta ár?“
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira