Grínaðist í Kristali eftir þrennuna: „Eina með öllu nema hráum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 10:02 Jasmín Erla hefur komið að 20 mörkum í 17 leikjum í deild og bikar í sumar. Vísir/Hulda Margrét Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þrennu er Stjarnan vann 7-1 sigur á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Jasmín er markahæst í deildinni með tíu mörk, þremur á undan næstu konum. Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira