Það var rafmögnuð stemning í Kolaportinu á Menningarnótt.Vísir/Hulda Margrét
Menningarnæturtónleikar X977 voru haldnir í Kolaportinu á laugardaginn og það var gríðarleg stemming í salnum. Vel var mætt á tónleikana enda einvala lið tónlistafólks sem kom þar fram eins og áður.
Eins og margir muna héldu X977 og Bar 11 Menningarnæturtónleika í portinu á Bar 11 mörg ár í röð og var portið þá stappað af fólki. Þeir tónleikar voru nú settir aftur á svið í Kolaportinu við góðar undirtektir gesta.
Á tónleikunum í ár komu eftirfarandi hljómsveitir og tónlistarfólk fram: Sólstafir, Emmsje Gauti, Superserious, Celebs, Herra Hnetusmjör, Hylur, Vicky og Grunge rokkmessa í anda Xins 977.
Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg á morgun, þann 20. ágúst eftir langa bið og er dagskráin troðfull að vanda. Vísir setti saman stutt yfirlit með helstu upplýsingum og skemmtilegum viðburðum fyrir þau sem ætla að gera sér ferð í bæinn á þessum hátíðisdegi.