Segir „loftstein“ þurfa til að konur keppi í Formúlu 1 á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 Jamie Chadwick hefur verið afar sigursæl í kvennamótaröð Formúlunnar og hefur áhuga á að keppa í Formúlu 1. Getty/Clive Rose Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 kappakstrinum frá því um miðjan áttunda áratuginn. Forseti Formúlu 1, Stefano Domenicali, reiknar ekki með að það breytist á næstu fimm árum. Domenicali segir að forráðamenn Formúlu 1 séu engu að síður að leita leiða til þess að bæta sitt kerfi til að auka líkurnar á að konur keppi í sterkustu kappaksturskeppni heims. „Það er afar mikilvægt að við gerum líkurnar sem mestar á því að konur komi í F1. Við leggjum okkur algjörlega fram við það,“ sagði Domenicali en bætti við: „Ef við horfum á þetta raunsætt, ekki nema að eitthvað gerist á borð við að loftsteinn lendi hér, þá sé ég ekki að stelpa komi inn í F1 á næstu fimm árum. Það er mjög ólíklegt.“ Tvær konur hafa keppt í Formúlu 1, báðar ítalskar. Sú fyrri var Maria Teresa de Filippis sem keppti fimm sinnum á sjötta áratugnum, og Lella Lombardi keppti svo í tólf keppnum á áttunda áratugnum og er eina konan sem unnið hefur til stiga í Formúlu 1. Keppni í Formúlu W hefur verið tengd við keppni í Formúlu 1 í ár, og verið keppt á sömu brautum um sömu helgar þó að keppnirnar séu reyndar færri í Formúlu W.Getty/Francois Nel Forráðamenn F1 hafa reynt að gera W-mótaröðina, þar sem aðeins konur keppa, meira sýnilega með því að hafa mótin á sömu brautum og um sömu helgar og Formúla 1. Boðar aðgerðir til að greiða veg kvenna inn í Formúlu 1 „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með samstarfið við Formúlu W. En við teljum að til þess að stelpur geti keppt á sama stigi og strákarnir þá þurfi þær að vera á sama aldri þegar þær byrja að keppa á brautinni, í Formúlu 3 og Formúlu 2. Við erum að vinna í þessum málum til að sjá hvernig við getum bætt kerfið okkar. Og þið munuð sjá raunverulegar aðgerðir. Við viljum vinna þetta þannig að þær geti farið að keppa við strákana, á sama aldri, á réttum bíl,“ sagði Domenicali en vildi þó ekki fara út í það hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar. Sú besta stefnir á Formúlu 1 Jamie Chadwick hefur tvisvar sinnum unnið W-mótaröðina en hún hefur sagt að hún sé ekki viss um að konur ráði við líkamlegu kröfurnar sem fylgi því að komast inn í Formúlu 1. Eitt vandamálið er það að í Formúlu 2 og Formúlu 3 er ekki notast við vökvastýri. „Ég hef sett mér það markmið að keppa í Formúlu 1 en ég er ekki viss um að það sé hægt. Til að komast inn í Formúlu 1 þarf að fara í gegnum mótaraðirnar þar fyrir neðan, Formúlu 2 og Formúlu 3, og líkamlegu kröfurnar þar eru svakalegar,“ sagði Chadwick fyrr í sumar. „Formúla 1 krefst rosalega mikilla líkamlegra átaka, og við vitum ekki alveg hvað konur höndla í þessari íþrótt. Ef maður er 15 eða 16 ára, og fer út í að keppa í kappakstri, án vökvastýris og á stórum og þungum bílum, þá lenda margar konur í vandræðum, alveg sama þó að þær hafi notið velgengni í go-kart,“ sagði Chadwick. Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Domenicali segir að forráðamenn Formúlu 1 séu engu að síður að leita leiða til þess að bæta sitt kerfi til að auka líkurnar á að konur keppi í sterkustu kappaksturskeppni heims. „Það er afar mikilvægt að við gerum líkurnar sem mestar á því að konur komi í F1. Við leggjum okkur algjörlega fram við það,“ sagði Domenicali en bætti við: „Ef við horfum á þetta raunsætt, ekki nema að eitthvað gerist á borð við að loftsteinn lendi hér, þá sé ég ekki að stelpa komi inn í F1 á næstu fimm árum. Það er mjög ólíklegt.“ Tvær konur hafa keppt í Formúlu 1, báðar ítalskar. Sú fyrri var Maria Teresa de Filippis sem keppti fimm sinnum á sjötta áratugnum, og Lella Lombardi keppti svo í tólf keppnum á áttunda áratugnum og er eina konan sem unnið hefur til stiga í Formúlu 1. Keppni í Formúlu W hefur verið tengd við keppni í Formúlu 1 í ár, og verið keppt á sömu brautum um sömu helgar þó að keppnirnar séu reyndar færri í Formúlu W.Getty/Francois Nel Forráðamenn F1 hafa reynt að gera W-mótaröðina, þar sem aðeins konur keppa, meira sýnilega með því að hafa mótin á sömu brautum og um sömu helgar og Formúla 1. Boðar aðgerðir til að greiða veg kvenna inn í Formúlu 1 „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með samstarfið við Formúlu W. En við teljum að til þess að stelpur geti keppt á sama stigi og strákarnir þá þurfi þær að vera á sama aldri þegar þær byrja að keppa á brautinni, í Formúlu 3 og Formúlu 2. Við erum að vinna í þessum málum til að sjá hvernig við getum bætt kerfið okkar. Og þið munuð sjá raunverulegar aðgerðir. Við viljum vinna þetta þannig að þær geti farið að keppa við strákana, á sama aldri, á réttum bíl,“ sagði Domenicali en vildi þó ekki fara út í það hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar. Sú besta stefnir á Formúlu 1 Jamie Chadwick hefur tvisvar sinnum unnið W-mótaröðina en hún hefur sagt að hún sé ekki viss um að konur ráði við líkamlegu kröfurnar sem fylgi því að komast inn í Formúlu 1. Eitt vandamálið er það að í Formúlu 2 og Formúlu 3 er ekki notast við vökvastýri. „Ég hef sett mér það markmið að keppa í Formúlu 1 en ég er ekki viss um að það sé hægt. Til að komast inn í Formúlu 1 þarf að fara í gegnum mótaraðirnar þar fyrir neðan, Formúlu 2 og Formúlu 3, og líkamlegu kröfurnar þar eru svakalegar,“ sagði Chadwick fyrr í sumar. „Formúla 1 krefst rosalega mikilla líkamlegra átaka, og við vitum ekki alveg hvað konur höndla í þessari íþrótt. Ef maður er 15 eða 16 ára, og fer út í að keppa í kappakstri, án vökvastýris og á stórum og þungum bílum, þá lenda margar konur í vandræðum, alveg sama þó að þær hafi notið velgengni í go-kart,“ sagði Chadwick.
Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira