Silversun Pickups vilja ólm spila á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 09:59 Brian Aubert í Silversun Pickups ræddi við Ómar á X-inu þegar nýja platan kom út. Getty/Scott Dudelson Sjötta plata sveitarinnar The Silversun Pickups, Physical Thrills, kom út í vikunni. Brian Aubert söngvari hljómsveitarinnar var á línunni við Ómar Úlf á X-977. Silversun Pickups er margverðlaunuð alternative rokksveit stofnuð í Los Angeles árið 2000. Sveitin hefur gefið út sex plötur og hafa fyrir löngu slegið í gegn með lögum eins og Lazy Eye, Panic Switch og Well Thought Out Twinkles. Brian óð beint í að dásama Ísland og er nýbúinn að ræða við sveitina um að fylgja hljómsveitinni Wilco til Íslands á næsta ári þegar að sveitin sú spilar þrenna tónleika í Hörpu. Silversun Pickups og Wilco eru miklar vinasveitir og er þetta því raunhæfur möguleiki. Brian hefur komið til Íslands í frí með eiginkonu sinni og skortir næstum orð til lýsa landi og þjóð enda eyjapeyi sjálfur, hálf fjölskylda hans kemur frá Hawaii Nýja platan var samin í rólegheitum eftir að Covid stöðvaði seinustu tónleikaferð Silversun Pickups. Butch Vig stjórnaði upptökum en hann er maðurinn sem að stýrði upptökum á Nevermind með Nirvana og hefur unnið með ansi stórum nöfnum í rokkinu eins og Foo Fighters og Smashing Pumpkins. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist X977 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Silversun Pickups er margverðlaunuð alternative rokksveit stofnuð í Los Angeles árið 2000. Sveitin hefur gefið út sex plötur og hafa fyrir löngu slegið í gegn með lögum eins og Lazy Eye, Panic Switch og Well Thought Out Twinkles. Brian óð beint í að dásama Ísland og er nýbúinn að ræða við sveitina um að fylgja hljómsveitinni Wilco til Íslands á næsta ári þegar að sveitin sú spilar þrenna tónleika í Hörpu. Silversun Pickups og Wilco eru miklar vinasveitir og er þetta því raunhæfur möguleiki. Brian hefur komið til Íslands í frí með eiginkonu sinni og skortir næstum orð til lýsa landi og þjóð enda eyjapeyi sjálfur, hálf fjölskylda hans kemur frá Hawaii Nýja platan var samin í rólegheitum eftir að Covid stöðvaði seinustu tónleikaferð Silversun Pickups. Butch Vig stjórnaði upptökum en hann er maðurinn sem að stýrði upptökum á Nevermind með Nirvana og hefur unnið með ansi stórum nöfnum í rokkinu eins og Foo Fighters og Smashing Pumpkins. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist X977 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira