Í gær undirrituðu þær samning um dreifingu þriggja smáskífna við Öldu Music og er fyrsta smáskífan Dusty Road væntanleg undir lok næsta mánaðar.
Hljómsveitin hefur verið að halda tónleika víða um Ísland síðustu vikur. Á Bylgjusviðinu báðu þau áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu, áður en þau tóku lagið sitt Með hækkandi sól. Áhorfendur sendu þeim hjartamerki eftir að laginu lauk.
Systur hafa nýtt vel tækifærið í kringum Eurovision til þess að vekja athygli fólks á málefnum Úkraínu, Trans barna og tala ítrekað um kærleikann þegar þær hafa vettvang til.
Flutning þeirra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.