Lét höggin dynja á fangavörðum og fanga Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 11:57 Gangur á fangelsinu á Hólmsheiði. Myndin og sá sem er á henni tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, tvær gegn fangavörðum og eina gegn samfanga sínum. Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira