Baunar á forsetann vegna ummæla um konur í Formúlu 1 Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 16:30 Sebastian Vettel segir ekkert því til fyrirstöðu að konur keppi í Formúlu 1. Getty Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel harmar ummæli forseta Formúlu 1, Stefano Domenicali, um að konur væru langt frá því að komast inn í keppnina og segir hann hafa sent út kolröng skilaboð. Domenicali lét hafa eftir sér í gær að það þyrfti eitthvað á borð við það að lofsteinn lenti á plánetunni Jörð til að það myndi kona keppa í Formúlu 1 á næstu fimm árum. Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 síðan á áttunda áratug síðustu aldar. „Þetta var mjög óheppilegt orðaval,“ sagði Vettel. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki átt konu á brautinni.“ Domenicali útilokaði alls ekki að konur gætu keppt í Formúlu 1 í framtíðinni og hélt því fram að unnið væri að því að finna leiðir til að greiða leið þeirra þangað. Von væri á aðgerðum, sem hann vildi þó ekki greina frá nánar. Vettel segir að ummæli forsetans hafi hins vegar einfaldlega sent út röng skilaboð. „Það eru svona umæli sem ég býst við að konur og stelpur þurfi að eiga við þegar þær eru að vaxa úr grasi og deila með öðrum draumum sínum, sitjandi við morgunverðarborðið að segja að þær vilji verða ökuþórar,“ sagði Vettel. „Og pabbinn gæti hafa lesið eitthvað nákvæmlega svona og sagt: „Þér finnst aðrir hlutir líka skemmtilegir, af hverju ekki að einbeita sér að þeim?“ Þær einbeita sér þá kannski að öðru og hætta að hugsa um kappakstur. Það er mikilvægt að við segjum ekki eitthvað svona því það eru alls staðar neistar,“ sagði Vettel og skoraði á stelpur að sýna að Domenicali hefði rangt fyrir sér. „Þessi steríótýpu-hugsunarháttur er smám saman að hverfa en hann verður að hverfa alveg,“ sagði Vettel. Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Domenicali lét hafa eftir sér í gær að það þyrfti eitthvað á borð við það að lofsteinn lenti á plánetunni Jörð til að það myndi kona keppa í Formúlu 1 á næstu fimm árum. Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 síðan á áttunda áratug síðustu aldar. „Þetta var mjög óheppilegt orðaval,“ sagði Vettel. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki átt konu á brautinni.“ Domenicali útilokaði alls ekki að konur gætu keppt í Formúlu 1 í framtíðinni og hélt því fram að unnið væri að því að finna leiðir til að greiða leið þeirra þangað. Von væri á aðgerðum, sem hann vildi þó ekki greina frá nánar. Vettel segir að ummæli forsetans hafi hins vegar einfaldlega sent út röng skilaboð. „Það eru svona umæli sem ég býst við að konur og stelpur þurfi að eiga við þegar þær eru að vaxa úr grasi og deila með öðrum draumum sínum, sitjandi við morgunverðarborðið að segja að þær vilji verða ökuþórar,“ sagði Vettel. „Og pabbinn gæti hafa lesið eitthvað nákvæmlega svona og sagt: „Þér finnst aðrir hlutir líka skemmtilegir, af hverju ekki að einbeita sér að þeim?“ Þær einbeita sér þá kannski að öðru og hætta að hugsa um kappakstur. Það er mikilvægt að við segjum ekki eitthvað svona því það eru alls staðar neistar,“ sagði Vettel og skoraði á stelpur að sýna að Domenicali hefði rangt fyrir sér. „Þessi steríótýpu-hugsunarháttur er smám saman að hverfa en hann verður að hverfa alveg,“ sagði Vettel.
Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira