Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Bjarki Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2022 17:37 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra þegar gengið var frá ráðningu Hörpu. Stjórnarráðið Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. Í gær var greint frá því að Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hafi verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem var nýlega skipuð skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Félag fornleifafræðinga sendi bréf á Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrr í dag þar sem félagið lýsti yfir vonbrigðum sínum með ráðningarferlið. Félagið telur ferlið hafa verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. Gagnrýni félagsins nær þó ekki til Hörpu sem persónu heldur sérstaklega til þess að staðan hafi ekki verið auglýst til umsóknar. „Þjóðminjasafn Íslands er eitt höfuðsafna þjóðarinnar og miðstöð íslenskrar menningar. Það á að gegna lykilhlutverki í metnaðarfullu safna- og rannsóknarstarfi en í ljósi þeirra starfshátta sem hafðir voru við skiptun nýs þjóðminjavarðar má efast um metnað núverandi ríkisstjórnar fyrir hönd þess,“ segir í bréfi félagsins. Þá þykir stjórn félagsins sárt að ekki var betur staðið að ráðningu þjóðminjavarðar og að íslensk menning eigi betra skilið en að vera gerð að „embættismannaleik“. Í svari menningar- og viðskiptaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þrátt fyrri að almennt sé reglan sú að öll störf á vegum hins opinbera séu auglýst er ráðherra heimilt að flytja embættismann til í starfi, svo lengi sem bæði embættin heyri undir ráðuneytið. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Í gær var greint frá því að Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hafi verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem var nýlega skipuð skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Félag fornleifafræðinga sendi bréf á Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrr í dag þar sem félagið lýsti yfir vonbrigðum sínum með ráðningarferlið. Félagið telur ferlið hafa verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. Gagnrýni félagsins nær þó ekki til Hörpu sem persónu heldur sérstaklega til þess að staðan hafi ekki verið auglýst til umsóknar. „Þjóðminjasafn Íslands er eitt höfuðsafna þjóðarinnar og miðstöð íslenskrar menningar. Það á að gegna lykilhlutverki í metnaðarfullu safna- og rannsóknarstarfi en í ljósi þeirra starfshátta sem hafðir voru við skiptun nýs þjóðminjavarðar má efast um metnað núverandi ríkisstjórnar fyrir hönd þess,“ segir í bréfi félagsins. Þá þykir stjórn félagsins sárt að ekki var betur staðið að ráðningu þjóðminjavarðar og að íslensk menning eigi betra skilið en að vera gerð að „embættismannaleik“. Í svari menningar- og viðskiptaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þrátt fyrri að almennt sé reglan sú að öll störf á vegum hins opinbera séu auglýst er ráðherra heimilt að flytja embættismann til í starfi, svo lengi sem bæði embættin heyri undir ráðuneytið.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. 6. apríl 2022 11:21