Lífið

Jón Kalman og Sigríður Hagalín orðin hjón

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigríður og Jón hafa verið saman í þrjú ár.
Sigríður og Jón hafa verið saman í þrjú ár.

Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir gengu í það heilaga í gær. Þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu í Iðnó í gærkvöldi.

Jón og Sigríður hafa verið saman síðan árið 2019 en í fyrra keyptu þau sér tvær íbúðir við Bjarkargötu í Reykjavík. Mbl.is greindi frá því á sínum tíma en samanlögð stærð íbúðanna tveggja er 237 fermetrar.

Jón Kalman hefur gefið út 13 bækur, síðast árið 2020 þegar bókin Fjarvera þín er myrkur kom út. Hann var tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2015 fyrir bókina Fiskarnir hafa engar fætur. 

Sigríður hefur gefið út þrjár bækur, Eyland, Hið heilaga orð og Eldarnir. Hún starfar einnig sem fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 

Fyrsti dansinn er alltaf rómantískur.
Fólk tjúttaði langt fram á nótt.
Ástin lá í loftinu.
Samstarfsmenn Sigríðar hjá RÚV skemmtu sér vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.