Flúðadraumur Almars úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2022 10:14 Almar Þór Þorgeirsson bakari og eiginkona hans Ólöf Ingibergsdóttir eru öflug í bakstrinum á Suðurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamenn gráta lokun bakarísins á staðnum. Eftir rúmlega árs rekstur á Flúðum hafa bakarahjónin Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir ákveðið að hætta rekstri. „Þetta var ákveðið tjón fyrir okkur. Stundum þarf maður að sætta sig við ákveðið tap áður en maður tapar meira,“ segir Almar í samtali við Vísi. Málið sé einfalt. Kostnaðurinn hafi verið hár og innkoman of lág. Fjallað var um opnunina á vef Veitingageirans í maí í fyrra. Þá var Ólöf til viðtals. „Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, hann hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum,“ sagði Ólöf. Þau reka einnig bakarí í Hveragerði, Selfossi og á Hellu. Þar gengur reksturinn vel. „Þar erum við á þjóðvegi 1, í alfaraleið. Flúðir eru ekki alveg í leiðinni,“ segir Almar. Ellefu þúsund íbúar séu í Árborg, þrjú þúsund í Hveragerði og Hella sístækkandi. „Litli staðurinn var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Það er erfitt að reka þetta fjóra mánuði í ári,“ segir Almar. Hann vísar til þess hve miklu stærra samfélagið sé á sumrin, með íslenskum og erlendum ferðamönnum. En svona sé staðan víða úti á landi. „Kostnaðarliðirnir eru jafnháir á veturna og sumrin. Leigan lækkar ekki á veturna, þessi fasti kostnaður,“ segir Almar. Nokkur fjöldi hafi lagt leið sína í bakaríið í gær, síðasta opnunardaginn. „Það var fín sala þannig séð. Ég veit að það er mikil eftirsjá hjá Hrunamönnum. Þetta er drepleiðinlegt,“ segir Almar. Hrunamenn séu bara ekki nógu margir, ekki enn þá. Almar horfir þó björtum augum fram á veginn. Þegar einn gluggi lokist þá hljóti annar að opnast, eins og hann kemst að orði. Bakarí Hrunamannahreppur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
„Þetta var ákveðið tjón fyrir okkur. Stundum þarf maður að sætta sig við ákveðið tap áður en maður tapar meira,“ segir Almar í samtali við Vísi. Málið sé einfalt. Kostnaðurinn hafi verið hár og innkoman of lág. Fjallað var um opnunina á vef Veitingageirans í maí í fyrra. Þá var Ólöf til viðtals. „Almar er draumóramaðurinn í okkar sambandi, hann hafði dreymt um að eiga bakarí og sá draumur rættist 2009 og síðan á hann (við) bakarí í dag, það nýjasta er á Flúðum,“ sagði Ólöf. Þau reka einnig bakarí í Hveragerði, Selfossi og á Hellu. Þar gengur reksturinn vel. „Þar erum við á þjóðvegi 1, í alfaraleið. Flúðir eru ekki alveg í leiðinni,“ segir Almar. Ellefu þúsund íbúar séu í Árborg, þrjú þúsund í Hveragerði og Hella sístækkandi. „Litli staðurinn var ekki alveg að ganga upp hjá mér. Það er erfitt að reka þetta fjóra mánuði í ári,“ segir Almar. Hann vísar til þess hve miklu stærra samfélagið sé á sumrin, með íslenskum og erlendum ferðamönnum. En svona sé staðan víða úti á landi. „Kostnaðarliðirnir eru jafnháir á veturna og sumrin. Leigan lækkar ekki á veturna, þessi fasti kostnaður,“ segir Almar. Nokkur fjöldi hafi lagt leið sína í bakaríið í gær, síðasta opnunardaginn. „Það var fín sala þannig séð. Ég veit að það er mikil eftirsjá hjá Hrunamönnum. Þetta er drepleiðinlegt,“ segir Almar. Hrunamenn séu bara ekki nógu margir, ekki enn þá. Almar horfir þó björtum augum fram á veginn. Þegar einn gluggi lokist þá hljóti annar að opnast, eins og hann kemst að orði.
Bakarí Hrunamannahreppur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“