Ritstýrir Húsfreyjunni samhliða starfi bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2022 14:58 Sigríður Ingvarsdóttir verður ekki aðeins bæjarstjóri næstu árin heldur líka ritstjóri. Silla Páls Gengið hefur verið frá ráðningu nýs ritstjóra Húsfreyjunnar, tímariti Kvenfélagasambands Íslands. Sigríðar Ingvarsdóttur tekur við starfinu af Kristínu Lindu Jónsdóttur sem ritstýrt hefur tímaritinu í tæpa tvo áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Sigríður er Þingeyingur líkt og forveri hennar í starfi. Fædd og uppalin á Húsavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Sigríður er nýtekin við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar. Síðastliðið sumar lét hún af störfum sem forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir 18 ára starf hjá stofnuninni sem framkvæmdastjóri og síðast forstjóri. Sigríður hefur einnig átt sæti á alþingi fyrir Norðurland vestra, setið í sveitarstjórn á Siglufirði, unnið í markaðsdeild Olís, sinnt kennslu við grunnskóla og háskóla, verið fréttaritari Morgunblaðsins og unnið á sjó, en þess má geta að hún er með skipstjórnarréttindi. Auk þess er hún m.a. með mastersgráðu í stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands og diploma gráðu í opinberri stjórnsýslu. Sigríður er spennt fyrir nýjum verkefnum í samvinnu við öfluga ritstjórn. Yfirskrift blaðsins ,,Jákvæð og hvetjandi“ er það sem hún vill að Húsfreyjan standi fyrir. Veiti lesendum innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem konur um land allt eru að sinna. Fyrsta tölublað nýs ritstjóra kemur út um miðjan september. „Sigríður tekur við góðu búi af Kristínu Lindu Jónsdóttur, sem setið hefur í stól ritstjóra Húsfreyjunnar síðan árið 2003. Kristín Linda, sem er sálfræðingur og rekur fyrirtæki sitt Huglind, segir að í næstum tvo áratugi hafi Húsfreyjan verið hluti af hennar lífi, opnað ótal dyr að kynnum við magnaðar konur og gefið tækifæri til að beina athygli að því sem hún hefur metið verðugt, jákvætt og hvetjandi fyrir lesendur og landsmenn. Að hennar sögn hefur Húsfreyjunni, sem kemur út fjórum sinnum á ári, að sjálfsögðu líka fylgt sú viðvarandi tilfinning að nýta tíma dagsins til að vinna að næsta blaði og „ansi oft höfum við átt saman heilu helgarnar og kvöldin ég og Húsfreyjan“. Kristín Linda segist vera þakklát, stolt og glöð nú þegar hún kveður ritstjórastarfið og hlakki til að sjá Húsfreyjuna blómstra áfram í nýjum höndum. Sjálf ætli hún að nýta sinn tíma í ný ævintýri. Hún hvetur lesendur til að njóta verkefna lífsins meðan þau standa yfir og hika svo ekki við að skipta um gír þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu vegna vistaskiptanna. Vistaskipti Fjölmiðlar Fjallabyggð Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Sigríður er Þingeyingur líkt og forveri hennar í starfi. Fædd og uppalin á Húsavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Sigríður er nýtekin við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar. Síðastliðið sumar lét hún af störfum sem forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir 18 ára starf hjá stofnuninni sem framkvæmdastjóri og síðast forstjóri. Sigríður hefur einnig átt sæti á alþingi fyrir Norðurland vestra, setið í sveitarstjórn á Siglufirði, unnið í markaðsdeild Olís, sinnt kennslu við grunnskóla og háskóla, verið fréttaritari Morgunblaðsins og unnið á sjó, en þess má geta að hún er með skipstjórnarréttindi. Auk þess er hún m.a. með mastersgráðu í stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands og diploma gráðu í opinberri stjórnsýslu. Sigríður er spennt fyrir nýjum verkefnum í samvinnu við öfluga ritstjórn. Yfirskrift blaðsins ,,Jákvæð og hvetjandi“ er það sem hún vill að Húsfreyjan standi fyrir. Veiti lesendum innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem konur um land allt eru að sinna. Fyrsta tölublað nýs ritstjóra kemur út um miðjan september. „Sigríður tekur við góðu búi af Kristínu Lindu Jónsdóttur, sem setið hefur í stól ritstjóra Húsfreyjunnar síðan árið 2003. Kristín Linda, sem er sálfræðingur og rekur fyrirtæki sitt Huglind, segir að í næstum tvo áratugi hafi Húsfreyjan verið hluti af hennar lífi, opnað ótal dyr að kynnum við magnaðar konur og gefið tækifæri til að beina athygli að því sem hún hefur metið verðugt, jákvætt og hvetjandi fyrir lesendur og landsmenn. Að hennar sögn hefur Húsfreyjunni, sem kemur út fjórum sinnum á ári, að sjálfsögðu líka fylgt sú viðvarandi tilfinning að nýta tíma dagsins til að vinna að næsta blaði og „ansi oft höfum við átt saman heilu helgarnar og kvöldin ég og Húsfreyjan“. Kristín Linda segist vera þakklát, stolt og glöð nú þegar hún kveður ritstjórastarfið og hlakki til að sjá Húsfreyjuna blómstra áfram í nýjum höndum. Sjálf ætli hún að nýta sinn tíma í ný ævintýri. Hún hvetur lesendur til að njóta verkefna lífsins meðan þau standa yfir og hika svo ekki við að skipta um gír þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu vegna vistaskiptanna.
Vistaskipti Fjölmiðlar Fjallabyggð Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira