Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. september 2022 20:00 Sigrún Helga Lund segir lesendum hvað henni finnst vera heillandi og óheillandi í fari karlmanna. Aðsend „Er þetta ekki alltaf bara sama ómenningin? Vond en venst? Æ, ég hef samt nett gaman af henni. Ég held ég myndi ekkert fúnkera betur í öðru umhverfi,“ segir tölfræðingurinn og dellukonan Sigrún Helga Lund um stefnumótamenninguna í viðtali við Makamál. Skraflóður tilvonandi prófessor Hinni fjölhæfu Sigrúnu Helgu Lund er margt til lista lagt, hvort sem kemur að leik eða starfi. Hún er fertug, einstæð móðir tveggja stúlkna á menntaskólaaldri og starfar í dag sem tölfræðingur hjá DeCODE. Það verður þó fljótt breyting þar á þar sem ég söðla um og verð prófessor í tölfræði við raunvísindadeild HÍ eftir nokkra mánuði. Sigrún segir stefnumótamenninguna á Íslandi hálfgerða ómenningu sem hún hafi samt sem áður lúmskt gaman af. Aðsend Sjálf segist hún vera mikil dellukerling þegar kemur að áhugamálum og fái hún mikið æði fyrir því sem hún byrjar í hverju sinni. „Ég fer af fullum þunga í glænýtt áhugamál en missi reyndar yfirleitt áhugann eftir nokkur ár. Hefur flakkað allt frá Evrópumeistaratitli í Brasilísku Jiu-Jitzu yfir í forfallinn skrafl-fanatíker (tékkið á kreditlistanum á netskrafl.is ef þið trúið mér ekki).“ Náttúran lykillinn að rómantíkinni Aðspurð út í rómantíkina segist hún ekki geta skilgreint sig sem rómantíska, svona í hefðbundnum skilningi. Sigrún á sér vægast sagt fjölbreytt áhugamál og segist hún sjálf vera hálfgerð dellukerling þegar kemur að því sem hún hefur áhuga á hverju sinni. Aðsend „Get ekki einu sinni horft á rómantískar gamanmyndir. En í huganum hef ég átt sjúklega rómantískar stundir í fallegri náttúru. Allt frá suðlægum sólarströndum yfir í óbyggðir Íslands. En náttúran er lykillinn, hvort sem ég er ein eða með öðrum.“ Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? „Nei engum. En vinkona mín, Inga Ves, var eins og nafnið gefur til kynna í einhverju veseni með Tinderið sitt. Ég var komin með drulluleið á þessu svo ég stakk uppá að hún fengi bara mitt í staðinn og gekk að sjálfsögðu beint í verkið. Herra Tinder hafði eitthvað lítinn húmor fyrir þessu svo núna erum við báðar bannaðar á forritinu fyrir lífstíð. En ég á lénið single.is sem er í fullri virkni!“ Sigrún segir náttúruna vera lykilinn að rómantíkinni. Aðsend Tinderstefnumótið endaði í bjórdósatýnslu með einnota hanska Þegar talið berst að misheppnuðum stefnumótum, segist Sigrún vera ansi hrædd um að hún sé sjálf „gerandinn“ í verstu stefnumótunum sem hún hafi farið á. „Mér finnst Tinder deit eitthvað svo yfirmáta kjánaleg og tilgerðarleg að ég get ekki tekið þau alvarlega. Ég held að ég hafi toppað mig þegar gaur opnaði á hvað ég væri að gera og ég svaraði um hæl að ég væri að taka til eftir partý.“ Eftir tíu mínútur var hann mættur heim til mín en það fór ekki betur en svo að hann endaði í einnota hönskum með ruslapoka að tína upp tómar bjórdósir. Þegar íbúðin var loksins orðin hrein fékk hann vatnsglas, klapp á bakið og var svo kvaddur pent. Ég held ég hafi eytt Tinder í tuttugasta skiptið eftir þetta. Tinderstefnumót eiga ekki upp á pallborðið hjá Sigrúnu sem segir þau oft á tíðum tilgerðarleg. Sjálf segist hún þó oft bera ábyrgð á misheppnuðum stefnumótum. Aðsend mynd Hér fyrir neðan segir Sigrún hvað henni þykja heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Einlægni - Ég er svo mikill sökker fyrir einlægni að þegar ég er beðin um að nefna heitan mann úr kvikmyndasögunni þá nefni ég alltaf fyrst Forrest Gump. Uppátækjasemi og lífsgleði - Einhver sem tekur jákvætt í allar furðulegu hugmyndirnar mínar og bætir í frekar en að draga úr. Hógværð - Alveg sjúklega sexí. Kærleikur - Manneskja sem er góð við menn og dýr. Er meira sama um plöntur. Félagslyndi - Ég myndi segja að minn helsti kostur sé hvað ég á geggjaða vini. Honum þarf að finnast það líka. OFF: Sófakartöflur - Lífið er rétt að byrja við fertugt, ekki búið. Hroki og snobb - Hroki og snobb. Kláraðu þessa komplexa fyrst, heyrumst svo. AA-menn og hallelúja hopparar - Amen. Handhafar sannleikans - Það finnst engum flatur bjór góður. Undirferli og fals - Það er bara pjúra óafsakanleg illska. Fyrir þá sem vilja fylgjast meira með Sigrúnu Helgu Lund er hægt að nálgast Instagram síðu hennar hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Skraflóður tilvonandi prófessor Hinni fjölhæfu Sigrúnu Helgu Lund er margt til lista lagt, hvort sem kemur að leik eða starfi. Hún er fertug, einstæð móðir tveggja stúlkna á menntaskólaaldri og starfar í dag sem tölfræðingur hjá DeCODE. Það verður þó fljótt breyting þar á þar sem ég söðla um og verð prófessor í tölfræði við raunvísindadeild HÍ eftir nokkra mánuði. Sigrún segir stefnumótamenninguna á Íslandi hálfgerða ómenningu sem hún hafi samt sem áður lúmskt gaman af. Aðsend Sjálf segist hún vera mikil dellukerling þegar kemur að áhugamálum og fái hún mikið æði fyrir því sem hún byrjar í hverju sinni. „Ég fer af fullum þunga í glænýtt áhugamál en missi reyndar yfirleitt áhugann eftir nokkur ár. Hefur flakkað allt frá Evrópumeistaratitli í Brasilísku Jiu-Jitzu yfir í forfallinn skrafl-fanatíker (tékkið á kreditlistanum á netskrafl.is ef þið trúið mér ekki).“ Náttúran lykillinn að rómantíkinni Aðspurð út í rómantíkina segist hún ekki geta skilgreint sig sem rómantíska, svona í hefðbundnum skilningi. Sigrún á sér vægast sagt fjölbreytt áhugamál og segist hún sjálf vera hálfgerð dellukerling þegar kemur að því sem hún hefur áhuga á hverju sinni. Aðsend „Get ekki einu sinni horft á rómantískar gamanmyndir. En í huganum hef ég átt sjúklega rómantískar stundir í fallegri náttúru. Allt frá suðlægum sólarströndum yfir í óbyggðir Íslands. En náttúran er lykillinn, hvort sem ég er ein eða með öðrum.“ Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? „Nei engum. En vinkona mín, Inga Ves, var eins og nafnið gefur til kynna í einhverju veseni með Tinderið sitt. Ég var komin með drulluleið á þessu svo ég stakk uppá að hún fengi bara mitt í staðinn og gekk að sjálfsögðu beint í verkið. Herra Tinder hafði eitthvað lítinn húmor fyrir þessu svo núna erum við báðar bannaðar á forritinu fyrir lífstíð. En ég á lénið single.is sem er í fullri virkni!“ Sigrún segir náttúruna vera lykilinn að rómantíkinni. Aðsend Tinderstefnumótið endaði í bjórdósatýnslu með einnota hanska Þegar talið berst að misheppnuðum stefnumótum, segist Sigrún vera ansi hrædd um að hún sé sjálf „gerandinn“ í verstu stefnumótunum sem hún hafi farið á. „Mér finnst Tinder deit eitthvað svo yfirmáta kjánaleg og tilgerðarleg að ég get ekki tekið þau alvarlega. Ég held að ég hafi toppað mig þegar gaur opnaði á hvað ég væri að gera og ég svaraði um hæl að ég væri að taka til eftir partý.“ Eftir tíu mínútur var hann mættur heim til mín en það fór ekki betur en svo að hann endaði í einnota hönskum með ruslapoka að tína upp tómar bjórdósir. Þegar íbúðin var loksins orðin hrein fékk hann vatnsglas, klapp á bakið og var svo kvaddur pent. Ég held ég hafi eytt Tinder í tuttugasta skiptið eftir þetta. Tinderstefnumót eiga ekki upp á pallborðið hjá Sigrúnu sem segir þau oft á tíðum tilgerðarleg. Sjálf segist hún þó oft bera ábyrgð á misheppnuðum stefnumótum. Aðsend mynd Hér fyrir neðan segir Sigrún hvað henni þykja heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Einlægni - Ég er svo mikill sökker fyrir einlægni að þegar ég er beðin um að nefna heitan mann úr kvikmyndasögunni þá nefni ég alltaf fyrst Forrest Gump. Uppátækjasemi og lífsgleði - Einhver sem tekur jákvætt í allar furðulegu hugmyndirnar mínar og bætir í frekar en að draga úr. Hógværð - Alveg sjúklega sexí. Kærleikur - Manneskja sem er góð við menn og dýr. Er meira sama um plöntur. Félagslyndi - Ég myndi segja að minn helsti kostur sé hvað ég á geggjaða vini. Honum þarf að finnast það líka. OFF: Sófakartöflur - Lífið er rétt að byrja við fertugt, ekki búið. Hroki og snobb - Hroki og snobb. Kláraðu þessa komplexa fyrst, heyrumst svo. AA-menn og hallelúja hopparar - Amen. Handhafar sannleikans - Það finnst engum flatur bjór góður. Undirferli og fals - Það er bara pjúra óafsakanleg illska. Fyrir þá sem vilja fylgjast meira með Sigrúnu Helgu Lund er hægt að nálgast Instagram síðu hennar hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira