„Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 20:40 Dagný Brynjarsdóttir fagnaði tveimur mörkum í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira
Dagný jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur á listanum yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en Rangæingarnir hafa skorað 37 mörk hvor um sig. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. „Það er ótrúlega gaman alltaf að skora mörk en mér er svo sem sama á meðan að við vinnum leikina. Auðvitað er gaman að jafna Hólmfríði en ég er kannski ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig,“ sagði Dagný og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Dagný eftir sigurinn á Hvít-Rússum Verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ Margrét Lára skoraði 79 mörk á sínum landsliðsferli svo það er ekki met sem að Dagný stefnir á: „Nei, Margrét er með svolítið mörg mörk. Ég á nú nokkur ár eftir í þessu þannig að vonandi stoppa ég ekki í markaskorun hérna. Það væri leiðinlegt. En ég held að ég, sem djúpur miðjumaður, sé nú ekki að fara að ná Margréti. Ég er farin að spila svo aftarlega hjá Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] að ég verð að nýta þau fáu færi sem ég fæ í leik,“ sagði Dagný sem eins og hún segir sjálf hefur leikið sem varnarsinnaður miðjumaður í síðustu leikjum, eftir að hafa jafnan verið mun framar á miðjunni í gegnum tíðina. „Ég fékk nú ekki að fara mikið inn í box [í kvöld]. Ég viðurkenni að í fyrri hálfleik, þegar það var mikið af fyrirgjöfum, var erfitt að bíða fyrir utan teiginn. En það opnaðist aðeins fyrir mig þegar ég skoraði annað markið. Þetta var flottur leikur og sex góð mörk sem við skoruðum. Við hefðum örugglega getað skorað fleiri en þetta var flott,“ sagði Dagný. Sveindís Jane Jónsdóttir olli usla með innköstum sínum inn í teiginn.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sveindís frænka ótrúlega flott Frænka hennar, Sveindís Jane Jónsdóttir, var dugleg að leggja upp fyrir liðsfélaga sína í kvöld og fyrra mark Dagnýjar kom einmitt eftir langt innkast Sveindísar. „Já, Sveindís er ótrúlega flott. Mér persónulega myndi finnast erfiðara að verjast löngu innkasti en hornspyrnu. Það er erfiðara að reikna út hvernig boltinn kemur. Við fengum fullt af færum út úr þessu og náðum nánast skoti á markið eftir hvert einasta innkast. Þetta er orðið virkilega hættulegt vopn fyrir okkur,“ sagði Dagný. Næst á dagskrá er úrslitaleikur við Holland í Utrecht á þriðjudaginn. Þar dugir Íslandi núna jafntefli til að komast á HM. „Ég er eiginlega ekkert búin að hugsa um hann. Einbeitingin var á Hvít-Rússana og nú snýst þetta um að fagna sigrinum í kvöld, endurheimta vel á morgun og einbeita okkur að Hollendingum. Ég veit ekki hvort það sé nokkuð þægilegra að vita að manni dugi jafntefli. Auðvitað ætlum við í leikinn til að sigra. En fyrst og fremst þurfum við að spila góðan varnarleik. Þær eru frábærar sóknarlega. Við vitum líka að við munum fá færi og þá snýst þetta um að nýta okkar færi. Eins og ég þekki alla hérna þá erum við að fara í þennan leik til að sækja sigur.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira