Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 16:22 Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Egill Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. Bensínlítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var lítrinn kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Aurbjargar er Costco nú með lægsta eldsneytisverðið á landinu en bensínlítrinn er þar á rúmar 298 krónur. Hjá öðrum félögum er lægsta verðið tæplega 302 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir löngu tímabært að verðið lækki. „Við höfum gagnrýnt að félögin hafa verið mjög sein til lækkunar undanfarnar vikur og við höfum séð þessa þróun eiga sér stað fyrr á nágrannamörkuðum og við vorum bara nýlega með frétt fyrir helgi að bensín á Íslandi var það dýrasta í Evrópu. Í sjálfu sér fögnum að félögin séu eitthvað að taka við sér en þetta er eitthvað sem við áttum von á,“ segir Runólfur. Verðið enn hátt og enn hærra á landsbyggðinni Verð sé enn gríðarlega hátt, þar sem verð á lítrann sé allt að 20 krónum hærri en á meðalári, en undirliggjandi verðlækkun sé til staðar. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er verð þó miklu hærra, á stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Hrauneyjum og á Akranesi er verðið til að mynda rúmar 333 krónur á lítrann. Verð er yfirleitt lægra á höfuðborgarsvæðinu en Runólfur segir þetta spurningu um álagsstefnu félaganna. Hann bendir þó á að félögin séu tilbúin að bjóða umtalsvert lægra verð, til að mynda á Akureyri. „Einstaka sinnum sjáum við þetta gerast annars staðar á landsbyggðinni, það er svona smá viðleitni til lækkunar. Þannig það er alveg tækifæri til þess að lækka víðar og vera ekki að bjóða landsbyggðinni upp á þetta ofurverð,“ segir hann. Hvað þróunina varðar almennt sé erfitt að segja, þar sem stríðið í Úkraínu spili meðal annars stór hlutverk. „Það er engin sérstök bjartsýni en auðvitað eru eins og til dæmis Evrópusambandið að reyna að grípa til aðgerða með verðþaki og slíku, og víða hafa líka stjórnvöld í nágrannalöndum okkar, svona tímabundið alla vega, lækkað skatta á eldsneyti til að mæta auknum orkukostnaði sinna landsmanna. En að óbreyttu þá verður verð hátt,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Bensínlítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var lítrinn kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Aurbjargar er Costco nú með lægsta eldsneytisverðið á landinu en bensínlítrinn er þar á rúmar 298 krónur. Hjá öðrum félögum er lægsta verðið tæplega 302 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir löngu tímabært að verðið lækki. „Við höfum gagnrýnt að félögin hafa verið mjög sein til lækkunar undanfarnar vikur og við höfum séð þessa þróun eiga sér stað fyrr á nágrannamörkuðum og við vorum bara nýlega með frétt fyrir helgi að bensín á Íslandi var það dýrasta í Evrópu. Í sjálfu sér fögnum að félögin séu eitthvað að taka við sér en þetta er eitthvað sem við áttum von á,“ segir Runólfur. Verðið enn hátt og enn hærra á landsbyggðinni Verð sé enn gríðarlega hátt, þar sem verð á lítrann sé allt að 20 krónum hærri en á meðalári, en undirliggjandi verðlækkun sé til staðar. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er verð þó miklu hærra, á stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Hrauneyjum og á Akranesi er verðið til að mynda rúmar 333 krónur á lítrann. Verð er yfirleitt lægra á höfuðborgarsvæðinu en Runólfur segir þetta spurningu um álagsstefnu félaganna. Hann bendir þó á að félögin séu tilbúin að bjóða umtalsvert lægra verð, til að mynda á Akureyri. „Einstaka sinnum sjáum við þetta gerast annars staðar á landsbyggðinni, það er svona smá viðleitni til lækkunar. Þannig það er alveg tækifæri til þess að lækka víðar og vera ekki að bjóða landsbyggðinni upp á þetta ofurverð,“ segir hann. Hvað þróunina varðar almennt sé erfitt að segja, þar sem stríðið í Úkraínu spili meðal annars stór hlutverk. „Það er engin sérstök bjartsýni en auðvitað eru eins og til dæmis Evrópusambandið að reyna að grípa til aðgerða með verðþaki og slíku, og víða hafa líka stjórnvöld í nágrannalöndum okkar, svona tímabundið alla vega, lækkað skatta á eldsneyti til að mæta auknum orkukostnaði sinna landsmanna. En að óbreyttu þá verður verð hátt,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10
350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24