Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 07:13 Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir brýnt að mennirnir verði sóttir til saka. Getty/Sean Gallup Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum, Damien Sanderson og Myles Sanderson, vegna árásanna. Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega hafi tilkynningarnar farið að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Talið er að mennirnir tveir hafi valið hluta fónarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Saskatchewan og í nágrannahéruðunum Alberta og Manitoba. Forsætisráðherrann Justin Trudeau sagði í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær að kanadíska ríkisstjórnin hafi verið í beinu sambandi við leiðtoga James Smith Cree þjóðarinnar. Þá sagði hann að árásarmannirnir þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mikilvægt sé að þeir verði sóttir til saka. Please read my full statement on the attacks in Saskatchewan: https://t.co/YEYHR6utxo— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 5, 2022 Um eitt þúsund eru hluti af samfélagi James Smith Cree en þjóðin býr um sextíu kílómetra suðaustur af Prince Albert og í um 300 kílómetra fjarlægð norður af Regina. Tæplega 200 búa í bænum Weldon sem er um 25 kílómetra suðvestur af James Smith Cree og um 60 kílómetra suðaustur af Prince Albert. Búið er að koma upp nokkrum vegatálmum svo lögregla geti fylgst með hvort grunaðir árásarmenn verði á vegi þeirra. Talið er að mennirnir séu enn í Saskatchewan en talið er að til þeirra hafi sést í Reginu seint í gærkvöldi. Talið er a þeir ferðist um á svörtum NIssan Rogue. Ekkert bendi til þess að mennirnir hafi ráðist á nokkurn í nágrannahéruðum. Saskatchewan-hérað er um miðbik Kanada, milli Alberta og Manitoba. Kanada Tengdar fréttir Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum, Damien Sanderson og Myles Sanderson, vegna árásanna. Talið er að þeir hafi hafið árásarhrinuna klukkan 5:40 í gærmorgun að staðartíma. Fljótlega hafi tilkynningarnar farið að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu. Flestar árásanna voru þó í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Talið er að mennirnir tveir hafi valið hluta fónarlambanna en ráðist á hluta þeirra af handahófi. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Saskatchewan og í nágrannahéruðunum Alberta og Manitoba. Forsætisráðherrann Justin Trudeau sagði í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær að kanadíska ríkisstjórnin hafi verið í beinu sambandi við leiðtoga James Smith Cree þjóðarinnar. Þá sagði hann að árásarmannirnir þyrftu að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mikilvægt sé að þeir verði sóttir til saka. Please read my full statement on the attacks in Saskatchewan: https://t.co/YEYHR6utxo— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 5, 2022 Um eitt þúsund eru hluti af samfélagi James Smith Cree en þjóðin býr um sextíu kílómetra suðaustur af Prince Albert og í um 300 kílómetra fjarlægð norður af Regina. Tæplega 200 búa í bænum Weldon sem er um 25 kílómetra suðvestur af James Smith Cree og um 60 kílómetra suðaustur af Prince Albert. Búið er að koma upp nokkrum vegatálmum svo lögregla geti fylgst með hvort grunaðir árásarmenn verði á vegi þeirra. Talið er að mennirnir séu enn í Saskatchewan en talið er að til þeirra hafi sést í Reginu seint í gærkvöldi. Talið er a þeir ferðist um á svörtum NIssan Rogue. Ekkert bendi til þess að mennirnir hafi ráðist á nokkurn í nágrannahéruðum. Saskatchewan-hérað er um miðbik Kanada, milli Alberta og Manitoba.
Kanada Tengdar fréttir Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. 4. september 2022 22:33