Real Madríd talið líklegast til að vinna Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2022 23:30 Leikmenn Real fagna í úrslitaleiknum síðasta vor. EPA-EFE/YOAN VALAT Tölfræðiveitan Gracenote telur líklegast að Real Madríd vinni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla á þessari leiktíð og verji þar með titil sinn. Samkvæmt útreikningum veitunnar eru þrjú lið sem bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Real Madríd er talið líklegast til árangurs en það eru 21 prósent líkur á að liðið vinni og verji þar með titil sinn. Fari svo að spáin gangi eftir yrði það fimmtándi sigur Real í keppninni en félagið er það sigursælasta í sögu Meistaradeildar Evrópu, og forvera hennar. Það kemur því lítið á óvart að liðinu sé spáð sigri. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City en það eru 20 prósent líkur á að Pep Guardiola stýri liðinu loks til sigurs í deild þeirra bestu. Þá eru 19 prósent líkur á að Liverpool vinni en liðið fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Real. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga svo 10 prósent möguleika á sigri. Gracenote hefur einnig reiknað út hvaða lið eru líklegust til að komast upp úr riðlum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart að það eru yfir 90 prósent líkur á að Real, Man City og Liverpool fari upp úr riðlum sínum. ANALYSIS: Chances of reaching the #ChampionsLeague knockout phase Real Madrid, Manchester City & Liverpool all have over 9 0 % chance of reaching the knockout stages before a ball is even kicked.That trio plus Chelsea, PSG, Atlético and Bayern have 8 0 %+ chance pic.twitter.com/n2HMPtB9Xn— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 5, 2022 Liverpool leikur í A-riðli ásamt Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea er í E-riðli með AC Milan, Salzburg og Dinamo Zagreb. Real Madríd er í F-riðli með Leipzig, Shakhtar Donetsk og Celtic. Meistaradeild Evrópu hefst annað kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og 3. Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Real Madríd er talið líklegast til árangurs en það eru 21 prósent líkur á að liðið vinni og verji þar með titil sinn. Fari svo að spáin gangi eftir yrði það fimmtándi sigur Real í keppninni en félagið er það sigursælasta í sögu Meistaradeildar Evrópu, og forvera hennar. Það kemur því lítið á óvart að liðinu sé spáð sigri. Þar á eftir koma Englandsmeistarar Manchester City en það eru 20 prósent líkur á að Pep Guardiola stýri liðinu loks til sigurs í deild þeirra bestu. Þá eru 19 prósent líkur á að Liverpool vinni en liðið fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Real. Þýskalandsmeistarar Bayern München eiga svo 10 prósent möguleika á sigri. Gracenote hefur einnig reiknað út hvaða lið eru líklegust til að komast upp úr riðlum sínum. Það ætti ekki að koma á óvart að það eru yfir 90 prósent líkur á að Real, Man City og Liverpool fari upp úr riðlum sínum. ANALYSIS: Chances of reaching the #ChampionsLeague knockout phase Real Madrid, Manchester City & Liverpool all have over 9 0 % chance of reaching the knockout stages before a ball is even kicked.That trio plus Chelsea, PSG, Atlético and Bayern have 8 0 %+ chance pic.twitter.com/n2HMPtB9Xn— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 5, 2022 Liverpool leikur í A-riðli ásamt Ajax, Napoli og Rangers. Chelsea er í E-riðli með AC Milan, Salzburg og Dinamo Zagreb. Real Madríd er í F-riðli með Leipzig, Shakhtar Donetsk og Celtic. Meistaradeild Evrópu hefst annað kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og 3. Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dinamo Zagreb - Chelsea, klukkan 16.35 á Stöð 2 Sport 3 París Saint-Germain - Juventus, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 Celtic - Real Madríd, klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 3
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira