Giannis fór mikinn í stórsigri Grikkja Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 18:01 Gríska goðið skoraði 41 stig. Mattia Ozbot/Getty Images Nóg var um að vera fyrri hluta dags á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, sem fram fer í Tékklandi, Georgíu, Ítalíu og Þýskalandi. Línur tóku að skýrast fyrir framhaldið. Tyrkir fóru langt með að tryggja sig áfram í A-riðli keppninnar sem leikinn er í Georgíu. Þeir unnu 15 stiga sigur, 78-63 á Belgum snemma í dag. Tyrkir leiða riðilinn með sjö stig ásamt Spáni sem rúllaði yfir Svartfjalland, 82-65. Belgar eru með sex stig, líkt og Svartfjallaland, en neðstu liðin tvö, Georgía og Búlgaría mætast í kvöld. Georgía er með fjögur stig en Búlgarar reka lestina með þrjú. A nutmeg that @andresiniesta8 would be proud of! #EuroBasket x @BaloncestoESP pic.twitter.com/WRq6qEyiS4— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Í B-riðli tryggðu Frakkar farseðil sinn í útsláttarkeppnina með 81-68 sigri á Bosníu. Þýskaland og Slóvenía eru einnig komin áfram í næstu umferð en Ungverjar, sem töpuðu fyrir Litáen 87-64, eru úr leik. Litáen hélt með sigrinum vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi en þeir munu berjast um lokasætið í útsláttarkeppninni við Bosníu. Í kvöld mætast Þýskaland og Slóvenía í leik sem gætu haft töluvert að segja um hverjir andstæðingar þeirra verða í 16-liða úrslitum. Third QuarterGiannis 15Ukraine 11#EuroBasket pic.twitter.com/Kn9rTnFIns— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Bretar töpuðu fjórða leik sínum af fjórum í C-riðli. Eistar léku sér að þeim og unnu 32 stiga sigur, 94-62, sem var þeirra fyrsti á mótinu. Úkraína, Grikkland og Króatía eru öll örugg áfram en Eistar keppa við Ítalíu um lokasætið í 16-liða úrslitum. Giannis Antetokounmpo fór mikinn fyrir Grikkina sem unnu 99-79 sigur á Úkraínu. Leikurinn var jafn framan af en Grikkirnir skoruðu 32 stig gegn ellefu í þriðja leikhluta, þar af var Giannis með 15, og eftir það var öllum ljóst að Grikkir myndu fagna sigri. Giannis skoraði 41 stig í tuttugu stiga sigri Grikkja. Í kvöld mætast Ítalía og Króatía í grannaslag en sigur fer langt með að fleyta Ítölum áfram þar sem þeir eiga leik við Breta á fimmtudag. Í D-riðli tryggði Pólland sæti sitt í 16-liða úrslitum með 75-69 sigri á Hollandi en þeir hollensku eru jafnframt úr leik eftir tapið. Finnar og Tékkar áttust við, þar sem þeir finnsku höfðu betur 98-88 og eru með sex stig í riðlinum líkt og Serbía. Ísrael er í fjórða sæti með fimm stig en Tékkar og Hollendingar eru með fjögur. Í kvöld mætast Ísrael og Serbía, en Serbar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru öruggir áfram. EuroBasket 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Tyrkir fóru langt með að tryggja sig áfram í A-riðli keppninnar sem leikinn er í Georgíu. Þeir unnu 15 stiga sigur, 78-63 á Belgum snemma í dag. Tyrkir leiða riðilinn með sjö stig ásamt Spáni sem rúllaði yfir Svartfjalland, 82-65. Belgar eru með sex stig, líkt og Svartfjallaland, en neðstu liðin tvö, Georgía og Búlgaría mætast í kvöld. Georgía er með fjögur stig en Búlgarar reka lestina með þrjú. A nutmeg that @andresiniesta8 would be proud of! #EuroBasket x @BaloncestoESP pic.twitter.com/WRq6qEyiS4— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Í B-riðli tryggðu Frakkar farseðil sinn í útsláttarkeppnina með 81-68 sigri á Bosníu. Þýskaland og Slóvenía eru einnig komin áfram í næstu umferð en Ungverjar, sem töpuðu fyrir Litáen 87-64, eru úr leik. Litáen hélt með sigrinum vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi en þeir munu berjast um lokasætið í útsláttarkeppninni við Bosníu. Í kvöld mætast Þýskaland og Slóvenía í leik sem gætu haft töluvert að segja um hverjir andstæðingar þeirra verða í 16-liða úrslitum. Third QuarterGiannis 15Ukraine 11#EuroBasket pic.twitter.com/Kn9rTnFIns— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Bretar töpuðu fjórða leik sínum af fjórum í C-riðli. Eistar léku sér að þeim og unnu 32 stiga sigur, 94-62, sem var þeirra fyrsti á mótinu. Úkraína, Grikkland og Króatía eru öll örugg áfram en Eistar keppa við Ítalíu um lokasætið í 16-liða úrslitum. Giannis Antetokounmpo fór mikinn fyrir Grikkina sem unnu 99-79 sigur á Úkraínu. Leikurinn var jafn framan af en Grikkirnir skoruðu 32 stig gegn ellefu í þriðja leikhluta, þar af var Giannis með 15, og eftir það var öllum ljóst að Grikkir myndu fagna sigri. Giannis skoraði 41 stig í tuttugu stiga sigri Grikkja. Í kvöld mætast Ítalía og Króatía í grannaslag en sigur fer langt með að fleyta Ítölum áfram þar sem þeir eiga leik við Breta á fimmtudag. Í D-riðli tryggði Pólland sæti sitt í 16-liða úrslitum með 75-69 sigri á Hollandi en þeir hollensku eru jafnframt úr leik eftir tapið. Finnar og Tékkar áttust við, þar sem þeir finnsku höfðu betur 98-88 og eru með sex stig í riðlinum líkt og Serbía. Ísrael er í fjórða sæti með fimm stig en Tékkar og Hollendingar eru með fjögur. Í kvöld mætast Ísrael og Serbía, en Serbar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru öruggir áfram.
EuroBasket 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum