Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2022 16:32 Inga Sæland brennur fyrir dýraheilbrigði og bað varaþingmann flokksins í Norðvesturkjördæmi um að stíga til hliðar um leið og hún heyrði af tengingu flokksins við málið. Vísir/Vilhelm Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur varaþingmaður Flokks fólksins Þórunn Björg Bjarnadóttir landbúnaðarverkakona. Hún skipaði annað sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í fyrrahaust. Inga í áfalli Mikið hefur verið fjallað um bónda í Borgarfirði sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa. Þórunn Björg hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu komið að ræktun hrossanna ásamt bóndanum. „Það kom okkur gjörsamlega í okkar skjöldu,“ segir Inga Sæland sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir málið slá sig mjög illa. „Þetta er vægast sagt skelfilegt. Það verður bara að horfast í augu við það að í samfélaginu á sér stað því miður ótrúlega mikið af illri meðferð á dýrum án þess að við vitum af því.“ Inga segir að haft hafi verið samband við varaþingmanninn sem hafi ákveðið að stíga til hliðar. Þórunn Björg var í öðru sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum í fyrrahaust.Flokkur fólksins Nágrannar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af meintu dýraníði enda hafi þeir endurtekið í sumar kallað eftir aðgerðum frá Matvælastofnun til að bjarga dýrunum. Fyrri eigendur hesta hafa kallað eftir því að endurheimta þau eftir að hafa séð myndir af fyrri skepnum sínum þar sem þau virðast vannærð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að ráðast í frumkvæðisúttekt á dýraeftirliti MAST sem hefur ekki viljað tjá sig um málið. Stofnunin ber fyrir sig að mega ekki tjá sig um einstök mál auk þess sem fara verði varlega í að svipta eigendur dýrum sínum þótt lagaheimild sé fyrir hendi. Halalausar kýr Vísir greindi frá því í gær að umræddur bóndi í Borgarfirði hefði verið ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Árið 2012 upplýstu þrír fyrrverandi vinnumenn á bænum Matvælastofnun um að gripir á bænum hefðu sætt harðýðgi af hálfu bóndans. Ári síðar gaf lögreglustjórinn í Borgarnesi út ákæru á hendur honum. Við eftirlit starfsmanna Matvælastofnunar hafði komið í ljós að sjö kýr höfðu misst hluta eða megnið af halanum og um eða yfir tuttugu voru með halabrot eða halaslit. Þá var rör, sem notað var til að hindra kýr i að skíta upp í básana, laust og hvíldi á herðum kúa svo komið var far eftir rörið. Bóndinn var sýknaður en hann sagði móður sína hafa verið umráðamann dýranna á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Sjálf sagði móðirin að hún hefði sagt fyrir verkum í fjósinu þegar meint brot áttu sér stað og haft eftirlit með bústörfum. Það þótti því ekki sýnt fram á að hann hefði verið umráðamaður nautgripanna. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af bóndanum síðan málið kom upp en hann hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum. Finnst MAST vera grútmáttlaust Inga hefur barist grimmilega fyrir því að blóðmerahald á Íslandi verði stöðvað. Hún segir dýraníð eiga sér stað með þöglu samþykki stjórnvalda. „Mér finnst eftirlit MAST vera grútmáttlaust. Það er óumdeilt að eftirlit MAST er ekki að virka og kominn tími til að stokka þá starfsemi upp með rótum.“ Hún ætlar að taka málið upp þegar Alþingi kemur saman um miðjan mánuðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Inga hefði rætt við varaþingmanninn sem hefði verið vikið úr flokknum. Inga áréttar að haft hafi verið samband við varaþingmanninn vegna málsins sem hafi ákveðið að stíga til hliðar. Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Flokkur fólksins Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur varaþingmaður Flokks fólksins Þórunn Björg Bjarnadóttir landbúnaðarverkakona. Hún skipaði annað sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í fyrrahaust. Inga í áfalli Mikið hefur verið fjallað um bónda í Borgarfirði sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa. Þórunn Björg hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu komið að ræktun hrossanna ásamt bóndanum. „Það kom okkur gjörsamlega í okkar skjöldu,“ segir Inga Sæland sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir málið slá sig mjög illa. „Þetta er vægast sagt skelfilegt. Það verður bara að horfast í augu við það að í samfélaginu á sér stað því miður ótrúlega mikið af illri meðferð á dýrum án þess að við vitum af því.“ Inga segir að haft hafi verið samband við varaþingmanninn sem hafi ákveðið að stíga til hliðar. Þórunn Björg var í öðru sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum í fyrrahaust.Flokkur fólksins Nágrannar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af meintu dýraníði enda hafi þeir endurtekið í sumar kallað eftir aðgerðum frá Matvælastofnun til að bjarga dýrunum. Fyrri eigendur hesta hafa kallað eftir því að endurheimta þau eftir að hafa séð myndir af fyrri skepnum sínum þar sem þau virðast vannærð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að ráðast í frumkvæðisúttekt á dýraeftirliti MAST sem hefur ekki viljað tjá sig um málið. Stofnunin ber fyrir sig að mega ekki tjá sig um einstök mál auk þess sem fara verði varlega í að svipta eigendur dýrum sínum þótt lagaheimild sé fyrir hendi. Halalausar kýr Vísir greindi frá því í gær að umræddur bóndi í Borgarfirði hefði verið ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Árið 2012 upplýstu þrír fyrrverandi vinnumenn á bænum Matvælastofnun um að gripir á bænum hefðu sætt harðýðgi af hálfu bóndans. Ári síðar gaf lögreglustjórinn í Borgarnesi út ákæru á hendur honum. Við eftirlit starfsmanna Matvælastofnunar hafði komið í ljós að sjö kýr höfðu misst hluta eða megnið af halanum og um eða yfir tuttugu voru með halabrot eða halaslit. Þá var rör, sem notað var til að hindra kýr i að skíta upp í básana, laust og hvíldi á herðum kúa svo komið var far eftir rörið. Bóndinn var sýknaður en hann sagði móður sína hafa verið umráðamann dýranna á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Sjálf sagði móðirin að hún hefði sagt fyrir verkum í fjósinu þegar meint brot áttu sér stað og haft eftirlit með bústörfum. Það þótti því ekki sýnt fram á að hann hefði verið umráðamaður nautgripanna. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af bóndanum síðan málið kom upp en hann hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum. Finnst MAST vera grútmáttlaust Inga hefur barist grimmilega fyrir því að blóðmerahald á Íslandi verði stöðvað. Hún segir dýraníð eiga sér stað með þöglu samþykki stjórnvalda. „Mér finnst eftirlit MAST vera grútmáttlaust. Það er óumdeilt að eftirlit MAST er ekki að virka og kominn tími til að stokka þá starfsemi upp með rótum.“ Hún ætlar að taka málið upp þegar Alþingi kemur saman um miðjan mánuðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Inga hefði rætt við varaþingmanninn sem hefði verið vikið úr flokknum. Inga áréttar að haft hafi verið samband við varaþingmanninn vegna málsins sem hafi ákveðið að stíga til hliðar.
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Flokkur fólksins Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira