Þátturinn var á sínum tíma settur í loftið til að lyfta upp hlustun á erfiðum tíma.
Það tókst heldur betur enda urðu árin alls fjórtán. Sindri Sindrason hitti Sigga á heimili hans í Kópavogi og fóru þeir saman í gegnum tímann í útvarpinu en þættirnir urðu alls 790.
„Ég veit ekki alveg hvað þær eiga að hlusta á en núna geta þær hringt í hvor aðra,“ segir Siggi þegar Sindri spurði hann út í allar þær konur sem hafa hringt inn í þáttinn þegar þær eru saman í bústaðarferð. Það er fyrir löngu orðin mikil hefð hér á landi.
„Það eru oft fjögur hundruð missed call eftir góðan útvarpsþátt en það er ekki hægt að hringja í mig í bili.“
Hann segir að þættirnir áttu upphaflega að vera bara út sumarið 2008.
„Núna er ég bara kominn í þannig dagvinnu að hún krefst þess að ég sinni henni vel og hún hafi alla mína athygli. Plús það, er þetta ekki orðið ágætt? Bara hætta á toppnum og fara út með stæl. Kallinn er farinn,“ segir Siggi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni og þar segir hann Sigurður frá dagvinnunni sinni.