Dimma fagnar 10 ára afmæli plötunnar Myrkvaverk Steinar Fjeldsted skrifar 7. september 2022 20:01 Nú í haust eru 10 ár liðin frá því að DIMMA gaf út plötuna Myrkraverk en hún markaði tímamót á ferli sveitarinnar þar sem allir textar voru á íslensku. Myrkraverk fékk mjög góðar viðtökur og má með sanni segja að þar hafi flug DIMMU hafist fyrir alvöru. Í tilefni þessa afmælis mun DIMMA spila á nokkrum tónleikum, þar sem Myrkraverk verður leikin í heild sinni ásamt öðrum vinsælum ópusum sveitarinnar. Mörg þessara laga hafa ekki heyrst lengi á tónleikum og ólíklegt að þau verði leikin aftur í bráð. Næstu tónleikar DIMMU sem þegar eru komnir í sölu á tix.is eru í Bæjarbíói á föstudaginn 9. september, Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 24. september og svo hápunkturinn; Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir í Íþróttahöllinni verða mikið sjónarspil og þeir allra flottustu sem DIMMA hefur haldið síðan sveitin var með tvenna uppselda útgáfutónleika í Eldborg fyrir plötuna Þögn. Það er margt sem myrkrinu býr í.. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið
Í tilefni þessa afmælis mun DIMMA spila á nokkrum tónleikum, þar sem Myrkraverk verður leikin í heild sinni ásamt öðrum vinsælum ópusum sveitarinnar. Mörg þessara laga hafa ekki heyrst lengi á tónleikum og ólíklegt að þau verði leikin aftur í bráð. Næstu tónleikar DIMMU sem þegar eru komnir í sölu á tix.is eru í Bæjarbíói á föstudaginn 9. september, Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 24. september og svo hápunkturinn; Stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri. Tónleikarnir í Íþróttahöllinni verða mikið sjónarspil og þeir allra flottustu sem DIMMA hefur haldið síðan sveitin var með tvenna uppselda útgáfutónleika í Eldborg fyrir plötuna Þögn. Það er margt sem myrkrinu býr í.. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið