Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2022 06:39 Rhonda Blackmore, aðstoðarlögreglustjórinn í Saskatchewan, á blaðamannafundi um helgina. Hinir grunuðu eru báðir látnir. AP/Michael Bell Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. Sanderson var grunaður um röð stunguárása ásamt bróður sínum, Damian Sanderson, en Damian fannst látinn með sjáanlega áverka á mánudag. Fram kemur í frétt kanadíska ríkisútvarpsins að Myles Sanderson hafi verið handtekinn síðdegis í gær nærri bænum Rosthern en hafi stuttu síðar veikst alvarlega og verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Stuttu áður en Myles var handtekinn hafði lögreglan í héraðinu gefið út viðvörun vegna tilkynninga um að sést hafi til manns í bifreið með eggvopn á lofti. Síðast hafi sést til ökumannsins í Wakaw, um 90 kílómetra norðaustur af Saskatoon. Að sögn Rhondu Blackmore, varalögreglustjóra í Saskatchewan, hefur héraðslögreglan óskað eftir því að lögreglan í Saskatoon og rannsókarnefnd viðbragðsaðila (e. Saskatchewan Serious Incident Response Team) rannsaki andlát Myles og aðdraganda þess. Árásarhrina bræðranna hófst snemma morguns á sunnudag í James Smith Cree samfélaginu en fljótlega fóru tilkynningar að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu um stunguárásir. Flestar árásanna voru þó framdar í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Myles á að baki langan brotaferil, sem spannar um tvo áratugi, en hann var aðeins 30 ára gamall. Hann hefur verið dæmdur 59 sinnum og margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá átti hann í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna frá unga aldri. Fólkið sem Sanderson-bræðurnir bönuðu. Nöfn þeirra í efri röð frá vinstri til hægri: Bonnie Burns, Carol Burns, Christian Head, Lydia Gloria Burns og Lana Head. Neðri röð frá vinstri til hægri: Wesley Petterson, Thomas Burns, Gregory Burns, Robert Sanderson og Earl Burns.AP/Kanadíska lögreglan Flest fórnarlamba bræðranna voru af frumbyggjaættum, eins og þeir sjálfir, en James Smith Cree samfélagið er samfélag kanadískra frumbyggja. Á myndinni hér að ofan má sjá fórnarlömb þeirra sem létust. Kanada Tengdar fréttir Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Sanderson var grunaður um röð stunguárása ásamt bróður sínum, Damian Sanderson, en Damian fannst látinn með sjáanlega áverka á mánudag. Fram kemur í frétt kanadíska ríkisútvarpsins að Myles Sanderson hafi verið handtekinn síðdegis í gær nærri bænum Rosthern en hafi stuttu síðar veikst alvarlega og verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Stuttu áður en Myles var handtekinn hafði lögreglan í héraðinu gefið út viðvörun vegna tilkynninga um að sést hafi til manns í bifreið með eggvopn á lofti. Síðast hafi sést til ökumannsins í Wakaw, um 90 kílómetra norðaustur af Saskatoon. Að sögn Rhondu Blackmore, varalögreglustjóra í Saskatchewan, hefur héraðslögreglan óskað eftir því að lögreglan í Saskatoon og rannsókarnefnd viðbragðsaðila (e. Saskatchewan Serious Incident Response Team) rannsaki andlát Myles og aðdraganda þess. Árásarhrina bræðranna hófst snemma morguns á sunnudag í James Smith Cree samfélaginu en fljótlega fóru tilkynningar að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu um stunguárásir. Flestar árásanna voru þó framdar í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Myles á að baki langan brotaferil, sem spannar um tvo áratugi, en hann var aðeins 30 ára gamall. Hann hefur verið dæmdur 59 sinnum og margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá átti hann í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna frá unga aldri. Fólkið sem Sanderson-bræðurnir bönuðu. Nöfn þeirra í efri röð frá vinstri til hægri: Bonnie Burns, Carol Burns, Christian Head, Lydia Gloria Burns og Lana Head. Neðri röð frá vinstri til hægri: Wesley Petterson, Thomas Burns, Gregory Burns, Robert Sanderson og Earl Burns.AP/Kanadíska lögreglan Flest fórnarlamba bræðranna voru af frumbyggjaættum, eins og þeir sjálfir, en James Smith Cree samfélagið er samfélag kanadískra frumbyggja. Á myndinni hér að ofan má sjá fórnarlömb þeirra sem létust.
Kanada Tengdar fréttir Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28
Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26