Óvænt stödd í miðri þjóðarsorg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2022 13:09 Nanna segir gríðarlega mannmergð við höllina. Vísir „Það er svakalega löng röð af fólki með blóm: Sólblóm og hvítar rósir. Það stendur í marga klukkutíma í röð til að fá að leggja blómin sín upp að hallarveggnum,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir sem er stödd fyrir utan Buckingham höll í Lundúnum þegar blaðamaður nær af henni tali. Nanna er stödd í Lundúnum vegna vinnu en hún starfar sem viðskiptastjóri á hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins. Hún var stödd á ráðstefnu á vegum samtakanna og íslenska sendiráðsins í Lundúnum þegar fréttir bárust af andláti drottningarinnar í gær. „Á miðjum viðburðinum var allt stoppað og tilkynng að hún hefði fallið frá. Starfsmenn sendiráðsins vottuðu Bretunum innilega samúð þannig að þetta setti mark sitt á viðburðinn,“ segir Nanna. Táknrænt að rignt hafi í Bretlandi í dag Hún segir gríðarlegan fjölda fólks saman kominn fyrir utan höllina til að geta vottað virðingu sína. Lögreglumenn standi þar vörð til að allt gangi vel og sólin skíni nú skært, eftir miklar rigningar í allan dag. Nanna segir gríðarlegan fjölda fólks saman kominn við höllina.Getty/Chris Jackson „Ég var að hlusta á útvarpið í morgun og þau tala ekki um neitt annað en drottninguna og lesa bréf frá fólki út um allan heim um drottninguna. Þau töluðu einmitt um það í útvarpinu í morgun hvað það væri táknrænt að það hafi rignt í allan dag.“ Sorgin sé áþreifanleg en það komi henni á óvart hversu rólegt fólk sé. „Það eru allir mjög rólegir og engir að gráta eða neitt. Ég bjóst við að fólk væri að syrgja meira. En það eru allir mjög sorgmæddir. Þetta eru lokin á ákveðnu tímabili. Það er ótrúlega skrítið að vera hérna akkúrat þegar hún deyr,“ segir Nanna. „Manni finnst smá eins og maður eigi ekki að vera hérna, þetta er ekki manns sorg.“ Mikil hræðsla um aukinn óstöðugleika Hún segist hafa rætt við breska vinkonu sína um andlát drottningarinnar. Vinkonan hafi verið í meira sjokki en hún hafi búist við en hún sé alls enginn „royalisti.“ „En það sem er svo erfitt fyrir bresku þjóðina er að hún hefur verið stöðugleiki í 70 ár og frá Brexit hefur verið svo mikill óstöðugleiki og sérstaklega síðustu vikur og mánuði. Fyrir henni er þetta enn eitt merkið um óstöðugleika í Bretlandi,“ segir Nanna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að Buckingham í dag og í gær til að votta drottningunni virðingu.Carl Court „Hún er af indverskum uppruna og hún fann rosalega fyrir því í Brexit hvað rasismi jókst mikið. Hún er að upplifa ótta, að búa í landi þar sem allt er að fara til fjandans. Andlát Elísabetar vekur upp svipaðar tilfinningar,“ segir Nanna. Það eigi sérstaklega við þar sem mikil óviss sé um hvernig leiðtogi Karl verður. „Mitt persónulega mat er að hún hafi aldrei sýnt að hún treysti Karli sérstaklega og ég held að það sé óöryggi hjá bresku þjóðinni vegna þess. Spurningin er hvort það verði miklar breytingar eða hvort hann feti í fótspor mömmu sinnar.“ Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjörnurnar minnast drottningarinnar Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bretlandsdrottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar. 9. september 2022 12:30 Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. 9. september 2022 12:01 Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. 9. september 2022 11:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Nanna er stödd í Lundúnum vegna vinnu en hún starfar sem viðskiptastjóri á hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins. Hún var stödd á ráðstefnu á vegum samtakanna og íslenska sendiráðsins í Lundúnum þegar fréttir bárust af andláti drottningarinnar í gær. „Á miðjum viðburðinum var allt stoppað og tilkynng að hún hefði fallið frá. Starfsmenn sendiráðsins vottuðu Bretunum innilega samúð þannig að þetta setti mark sitt á viðburðinn,“ segir Nanna. Táknrænt að rignt hafi í Bretlandi í dag Hún segir gríðarlegan fjölda fólks saman kominn fyrir utan höllina til að geta vottað virðingu sína. Lögreglumenn standi þar vörð til að allt gangi vel og sólin skíni nú skært, eftir miklar rigningar í allan dag. Nanna segir gríðarlegan fjölda fólks saman kominn við höllina.Getty/Chris Jackson „Ég var að hlusta á útvarpið í morgun og þau tala ekki um neitt annað en drottninguna og lesa bréf frá fólki út um allan heim um drottninguna. Þau töluðu einmitt um það í útvarpinu í morgun hvað það væri táknrænt að það hafi rignt í allan dag.“ Sorgin sé áþreifanleg en það komi henni á óvart hversu rólegt fólk sé. „Það eru allir mjög rólegir og engir að gráta eða neitt. Ég bjóst við að fólk væri að syrgja meira. En það eru allir mjög sorgmæddir. Þetta eru lokin á ákveðnu tímabili. Það er ótrúlega skrítið að vera hérna akkúrat þegar hún deyr,“ segir Nanna. „Manni finnst smá eins og maður eigi ekki að vera hérna, þetta er ekki manns sorg.“ Mikil hræðsla um aukinn óstöðugleika Hún segist hafa rætt við breska vinkonu sína um andlát drottningarinnar. Vinkonan hafi verið í meira sjokki en hún hafi búist við en hún sé alls enginn „royalisti.“ „En það sem er svo erfitt fyrir bresku þjóðina er að hún hefur verið stöðugleiki í 70 ár og frá Brexit hefur verið svo mikill óstöðugleiki og sérstaklega síðustu vikur og mánuði. Fyrir henni er þetta enn eitt merkið um óstöðugleika í Bretlandi,“ segir Nanna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að Buckingham í dag og í gær til að votta drottningunni virðingu.Carl Court „Hún er af indverskum uppruna og hún fann rosalega fyrir því í Brexit hvað rasismi jókst mikið. Hún er að upplifa ótta, að búa í landi þar sem allt er að fara til fjandans. Andlát Elísabetar vekur upp svipaðar tilfinningar,“ segir Nanna. Það eigi sérstaklega við þar sem mikil óviss sé um hvernig leiðtogi Karl verður. „Mitt persónulega mat er að hún hafi aldrei sýnt að hún treysti Karli sérstaklega og ég held að það sé óöryggi hjá bresku þjóðinni vegna þess. Spurningin er hvort það verði miklar breytingar eða hvort hann feti í fótspor mömmu sinnar.“
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjörnurnar minnast drottningarinnar Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bretlandsdrottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar. 9. september 2022 12:30 Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. 9. september 2022 12:01 Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. 9. september 2022 11:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Stjörnurnar minnast drottningarinnar Stjörnurnar senda fallegar kveðjur til konungsfjölskyldunnar eftir að drottningin kvaddi þennan heim í gær. Elísabet II Bretlandsdrottning var 96 ára gömul þegar hún lést í Balmoral í Skotlandi. Heimurinn fygdist með þegar fjölskyldumeðlimir komu sér þangað til að vera við hlið hennar. 9. september 2022 12:30
Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. 9. september 2022 12:01
Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. 9. september 2022 11:00