Lífið

Tók síðustu ljós­myndirnar af Elísa­betu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þetta er seinasta myndinn sem tekin var af Elísabetu einni.
Þetta er seinasta myndinn sem tekin var af Elísabetu einni. AP/Jane Barlow

Ljósmyndarinn Jane Barlow var ein þeirra sem tók myndir af Elísabetu II og Liz Truss á þriðjudaginn er sú síðarnefnda var gerð að forsætisráðherra Bretlands. Óafvitandi var Barlow að taka síðustu myndirnar af Elísabetu.

Hefð er fyrir því í Bretlandi að ríkjandi drottning eða konungur séu beðin um leyfi frá tilvonandi forsætisráðherra fyrir því að mynda nýja ríkisstjórn. Það gerðist síðast á þriðjudaginn þegar Liz Truss hitti nöfnu sína, Elísabetu II, og bað um leyfi.

Aðeins tveimur dögum síðar var Elísabet fallin frá en hún náði alls að hitta fimmtán forsætisráðherra á valdatíð sinni.

Ljósmyndarinn Jane Barlow tók myndir af því þegar Truss og Elísabet hittust. Hún vissi ekki af því þá, en hún var að taka myndir af síðasta skiptinu sem drottningin sást opinberlega.

„Við þurftum að bíða í smá stund með drottningunni áður en Truss mætti. Hún talaði um veðrið, hversu dimmt það væri úti. Hún virtist vera í góðu skapi. Hún virtist vera veikburða en skælbrosandi,“ segir Barlow í samtali við Fabulous Magazine.

Hún segir að myndirnar sem hún náði af drottningunni á meðan beðið var eftir Truss séu frábærar því þær séu svo náttúrulegar og ekki uppstilltar. Nú hafi þær einnig öðlast sögulegt gildi þar sem þær eru með þeim síðustu sem teknar voru af drottningunni.

Drottningin var skælbrosandi þegar Liz Truss mætti til hennar.AP/Jane Barlow





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.