Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KA 27-21 | Þreytt, þungt og þunnt á Ásvöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 21:55 KA-menn komust lítt áleiðis gegn vörn Hauka. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Haukar unnu KA, 27-21, í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11, en Haukar voru mun sterkari í seinni hálfleik. Leikurinn var ekki beint góð auglýsing fyrir deildina og mikil haustbragur yfir liðunum. Og á köflum var þetta eins og að horfa á bumbubolta árla nýársdags þegar allir eru þreyttir, þungir og þunnir. KA byrjaði vel og voru sterkari fyrsta stundarfjórðunginn. En síðustu 45 mínúturnar voru afleitar, sérstaklega í sókninni. KA-menn áttu í stórkostlegum vandræðum með að opna Haukavörnina og sóknarleikurinn var afar einhæfur. Mikið mæddi á Einari Rafni Eiðssyni og hann fékk takmarkaða hjálp. Dagur Gautason, sem kom aftur til KA fyrir tímabilið, sá svo varla boltann í leiknum og fékk ekki eitt einasta færi í vinstra horninu. Nýju mennirnir í liði Hauka, þeir Andri Már Rúnarsson og Matas Pranckevicius, voru þeirra bestu menn í kvöld. Andri skoraði fimm mörk og Matas varði átján skot, eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Einar Rafn skoraði sjö mörk fyrir KA og Skarphéðinn Ívar Einarsson fimm. Nicholas Satchwell varði tíu skot (34 prósent) og Bruno Bernat átti svo frábæra innkomu í seinni hálfleik og varði sjö af þeim fimmtán skotum sem hann fékk á sig (47 prósent). Það dugði þó skammt. Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. KA-menn byrjuðu af meiri krafti og eftir fjögur mörk í röð komust þeir fimm mörkum yfir, 4-9. Þá voru fjórtán mínútur liðnar af leiknum. Síðustu sextán mínútur fyrri hálfleiks skoraði KA aftur á móti aðeins tvö mörk. Haukar þéttu vörnina til muna, skoruðu sex mörk gegn einu og jöfnuðu í 10-10. Staðan í hálfleik var svo jöfn, 11-11. KA skoraði fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks en það var skammgóður vermir. Sóknin var einfaldlega of veikburða og Haukavörnin stóð vaktina vel. Heimamenn skoruðu sex mörk í röð og náðu fjögurra marka forskoti, 17-13. Þrátt fyrir að nóg væri eftir af leiknum var forysta Hauka aldrei í hættu. Þeir bættu enn frekar í og náðu mest sjö marka forskoti. KA breytti um vörn, spilaði með sjö í sókn og Bruno varði allt hvað af tók en samt spóluðu gestirnir bara í sömu hjólförunum. Þegar uppi var staðið munaði sex mörkum á liðunum, 27-21. Haukar taka stigunum eflaust fegins hendi en frammistaðan verður vonandi betri. Hvað KA varðar verður frammistaðan að vera betri. Annars stefnir í langan vetur fyrir norðan. Rúnar: Markagráðugir strákar fyrir utan Rúnar Sigtryggsson tók við Haukum af Aroni Kristjánssyni í sumar.vísir/sigurjón Rúnar Sigtryggsson stýrði Haukum til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari liðsins. „Þetta var frekar erfitt í byrjun og sóknarleikurinn var ekki góður af okkar hálfu. En síðasta korterið völdum við betri færi þótt sóknin hafi ekki verið góð. Við komumst í vörn og fengum bara tvö mörk á okkur síðasta korterið,“ sagði Rúnar eftir leik. „Í seinni hálfleik nýttum við svo þessar varnir og spiluðum aðeins hraðari og betri sóknarleik.“ Í hálfleik brýndi Rúnar fyrir sínum mönnum að vera þolinmóðir og yfirvegaðir. „Við þurftum að gefa okkur meiri tíma. Þetta eru markagráðugir strákar fyrir utan og þeir nýttu alltaf fyrsta færið og biðu ekkert eftir betra færi sem kæmi ef til vill seinna. Þeir læra af því en spiluðu samt vel. Boltinn var hraður og þeir hafa ekki verið mikið saman. Þetta lofaði góðu á margan hátt,“ sagði Rúnar. Hann viðurkennir að sér hafi ekki leiðst að vinna KA, verandi Þórsari. „Nei, það er geggjað,“ sagði Rúnar léttur að lokum. Guðlaugur: Vorum of seinir að grípa inn í og stoppa með leikhléi Eftir góða byrjun fjaraði undan KA-mönnum.vísir/diego Guðlaugur Arnarsson stýrði KA gegn Haukum í kvöld í fjarveru Jónatans Magnússonar. Hann sagði að KA-menn hefðu farið út af sóknarsporinu eftir góða byrjun. „Fyrstu tuttugu mínúturnar eða svo voru góðar, sérstaklega í vörninni. Sóknarleikurinn var líka góður. En svo misstum við dampinn í sókninni og áttum í vandræðum með að skora,“ sagði Guðlaugur. Hann segist hafa átt að bregðast fyrr við þegar fór að síga á ógæfuhliðina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum í jafnri stöðu í hálfleik en byrjuðum seinni hálfleikinn afleitlega í sókninni. Við áttum erfitt með að koma okkur til baka og þeir skoruðu of auðveld mörk. Við vorum líka of seinir að grípa inn í og stoppa með leikhléi. Við tókum leikhlé þegar við lentum fjórum mörkum en ég hefði átt að gera það fyrr. Við misstum dampinn og sjálfstraustið á þessum tíma.“ KA gekk ágætlega að verjast þegar liðið komst til baka en hraðaupphlaupsmörk Hauka reyndust þungur baggi. „Við skiluðum boltanum ekki þannig frá okkur að við komumst til baka. Þegar við komust til baka stóðum við vörnina þokkalega en engu að síður skoruðu þeir of auðveld mörk. Það er fullt sem við þurfum að bæta,“ sagði Guðlaugur. Bruno Bernat átti flotta innkomu í seinni hálfleik og var með hátt í fimmtíu prósent hlutfallsmarkvörslu. KA náði þó ekki að færa sér það í nyt. „Hann kom inn á þegar við fórum í sjö á sex og reyndum að brjóta þetta upp með öðrum varnarleik. Hann tók góða bolta en þetta var aðeins of lítið, aðeins of seint,“ sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Haukar KA
Haukar unnu KA, 27-21, í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla. Staðan í hálfleik var jöfn, 11-11, en Haukar voru mun sterkari í seinni hálfleik. Leikurinn var ekki beint góð auglýsing fyrir deildina og mikil haustbragur yfir liðunum. Og á köflum var þetta eins og að horfa á bumbubolta árla nýársdags þegar allir eru þreyttir, þungir og þunnir. KA byrjaði vel og voru sterkari fyrsta stundarfjórðunginn. En síðustu 45 mínúturnar voru afleitar, sérstaklega í sókninni. KA-menn áttu í stórkostlegum vandræðum með að opna Haukavörnina og sóknarleikurinn var afar einhæfur. Mikið mæddi á Einari Rafni Eiðssyni og hann fékk takmarkaða hjálp. Dagur Gautason, sem kom aftur til KA fyrir tímabilið, sá svo varla boltann í leiknum og fékk ekki eitt einasta færi í vinstra horninu. Nýju mennirnir í liði Hauka, þeir Andri Már Rúnarsson og Matas Pranckevicius, voru þeirra bestu menn í kvöld. Andri skoraði fimm mörk og Matas varði átján skot, eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Einar Rafn skoraði sjö mörk fyrir KA og Skarphéðinn Ívar Einarsson fimm. Nicholas Satchwell varði tíu skot (34 prósent) og Bruno Bernat átti svo frábæra innkomu í seinni hálfleik og varði sjö af þeim fimmtán skotum sem hann fékk á sig (47 prósent). Það dugði þó skammt. Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. KA-menn byrjuðu af meiri krafti og eftir fjögur mörk í röð komust þeir fimm mörkum yfir, 4-9. Þá voru fjórtán mínútur liðnar af leiknum. Síðustu sextán mínútur fyrri hálfleiks skoraði KA aftur á móti aðeins tvö mörk. Haukar þéttu vörnina til muna, skoruðu sex mörk gegn einu og jöfnuðu í 10-10. Staðan í hálfleik var svo jöfn, 11-11. KA skoraði fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks en það var skammgóður vermir. Sóknin var einfaldlega of veikburða og Haukavörnin stóð vaktina vel. Heimamenn skoruðu sex mörk í röð og náðu fjögurra marka forskoti, 17-13. Þrátt fyrir að nóg væri eftir af leiknum var forysta Hauka aldrei í hættu. Þeir bættu enn frekar í og náðu mest sjö marka forskoti. KA breytti um vörn, spilaði með sjö í sókn og Bruno varði allt hvað af tók en samt spóluðu gestirnir bara í sömu hjólförunum. Þegar uppi var staðið munaði sex mörkum á liðunum, 27-21. Haukar taka stigunum eflaust fegins hendi en frammistaðan verður vonandi betri. Hvað KA varðar verður frammistaðan að vera betri. Annars stefnir í langan vetur fyrir norðan. Rúnar: Markagráðugir strákar fyrir utan Rúnar Sigtryggsson tók við Haukum af Aroni Kristjánssyni í sumar.vísir/sigurjón Rúnar Sigtryggsson stýrði Haukum til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari liðsins. „Þetta var frekar erfitt í byrjun og sóknarleikurinn var ekki góður af okkar hálfu. En síðasta korterið völdum við betri færi þótt sóknin hafi ekki verið góð. Við komumst í vörn og fengum bara tvö mörk á okkur síðasta korterið,“ sagði Rúnar eftir leik. „Í seinni hálfleik nýttum við svo þessar varnir og spiluðum aðeins hraðari og betri sóknarleik.“ Í hálfleik brýndi Rúnar fyrir sínum mönnum að vera þolinmóðir og yfirvegaðir. „Við þurftum að gefa okkur meiri tíma. Þetta eru markagráðugir strákar fyrir utan og þeir nýttu alltaf fyrsta færið og biðu ekkert eftir betra færi sem kæmi ef til vill seinna. Þeir læra af því en spiluðu samt vel. Boltinn var hraður og þeir hafa ekki verið mikið saman. Þetta lofaði góðu á margan hátt,“ sagði Rúnar. Hann viðurkennir að sér hafi ekki leiðst að vinna KA, verandi Þórsari. „Nei, það er geggjað,“ sagði Rúnar léttur að lokum. Guðlaugur: Vorum of seinir að grípa inn í og stoppa með leikhléi Eftir góða byrjun fjaraði undan KA-mönnum.vísir/diego Guðlaugur Arnarsson stýrði KA gegn Haukum í kvöld í fjarveru Jónatans Magnússonar. Hann sagði að KA-menn hefðu farið út af sóknarsporinu eftir góða byrjun. „Fyrstu tuttugu mínúturnar eða svo voru góðar, sérstaklega í vörninni. Sóknarleikurinn var líka góður. En svo misstum við dampinn í sókninni og áttum í vandræðum með að skora,“ sagði Guðlaugur. Hann segist hafa átt að bregðast fyrr við þegar fór að síga á ógæfuhliðina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum í jafnri stöðu í hálfleik en byrjuðum seinni hálfleikinn afleitlega í sókninni. Við áttum erfitt með að koma okkur til baka og þeir skoruðu of auðveld mörk. Við vorum líka of seinir að grípa inn í og stoppa með leikhléi. Við tókum leikhlé þegar við lentum fjórum mörkum en ég hefði átt að gera það fyrr. Við misstum dampinn og sjálfstraustið á þessum tíma.“ KA gekk ágætlega að verjast þegar liðið komst til baka en hraðaupphlaupsmörk Hauka reyndust þungur baggi. „Við skiluðum boltanum ekki þannig frá okkur að við komumst til baka. Þegar við komust til baka stóðum við vörnina þokkalega en engu að síður skoruðu þeir of auðveld mörk. Það er fullt sem við þurfum að bæta,“ sagði Guðlaugur. Bruno Bernat átti flotta innkomu í seinni hálfleik og var með hátt í fimmtíu prósent hlutfallsmarkvörslu. KA náði þó ekki að færa sér það í nyt. „Hann kom inn á þegar við fórum í sjö á sex og reyndum að brjóta þetta upp með öðrum varnarleik. Hann tók góða bolta en þetta var aðeins of lítið, aðeins of seint,“ sagði Guðlaugur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti