Sjálfstæðismenn gagnrýna biðraðir í mötuneytinu Árni Sæberg skrifar 10. september 2022 20:54 Sjálfstæðismenn komu skoðunum sínum um biðraðir í mötuneyti á framfæri á fundi borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til að ráðist verði í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum starfsmanna Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu og á Höfðatorgi á fundi borgarráðs á fimmtudag. Starfsmenn borgarinnar þurfa að handskrá kennitölur sínar, eða jafnvel skrifa þær niður, til þess að fá hádegismat. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira