Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2022 12:33 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sendi fyrirspurn um aðfarargerðir í forsjármálum á þrjá ráðherra og gagnrýnir svaraleysi barnamálaráðherra. visir/vilhelm Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum. Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“ Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“
Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira