„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 09:30 Tom Brady og Gisele Bündchen fögnuðu vel þegar Brady og félagar í Tama Bay Buccaneers höfðu landað NFL-meistaratitlinum í febrúar 2021. Getty/Kevin C. Cox Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele. NFL Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira