Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2022 10:00 Þrátt fyrir ungan aldur er Harpa Valey Gylfadóttir í lykilhlutverki hjá ÍBV. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst í dag, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Eyjakonur fari upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eyjakonur urðu fyrir miklu áfalli fyrir síðasta tímabil þegar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir meiddust alvarlega. Sú fyrrnefnda sneri aftur eftir áramót en var mjög misjöfn en sú síðarnefnda spilaði ekkert. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru núna báðar komnar aftur auk þess sem ÍBV hefur endurheimt Ástu Björt Júlíusdóttir. Eyjakonur mæta því til leiks með fullhlaðnar byssur. ÍBV er með einn besta markvörð deildarinnar undanfarin ár, Mörtu Wawrzynkowska, öfluga vörn með Sunnu Jónsdóttur í broddi fylkingar og sóknin ætti að eflast til muna frá síðasta tímabili. Þess fyrir utan er leikmannahópurinn nokkuð breiður og hlutfallið milli ungra og efnilegra og eldri og reyndari leikmanna gott. Eyjakonur enduðu í 4. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og komust í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hlýtur stefnan vera sett á að taka fara allavega upp um eina tröppu. Það eru allavega forsendur fyrir því. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit Lykilmaðurinn Sunna Jónsdóttir er reyndasti leikmaður ÍBV.vísir/hulda margrét Sunna Jónsdóttir er óskoraður leiktogi ÍBV-liðsins og mikilvægasti leikmaður þess. Hún er einn besti varnarmaður Olís-deildarinnar og með endurkomu Birnu og Hrafnhildar Hönnu ætti ekki að mæða jafn mikið á henni í sókninni. Sunna hefur verið í Eyjum í nokkur ár og þyrstir eflaust í að vinna titil með Bandalaginu. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Brotthvarf Linu Cardell ætti að opna leið fyrir Söru Dröfn Richardsdóttur inn í byrjunarlið ÍBV. Hún fær tækifæri í hægra horninu í vetur og gæti neglt þá stöðu niður til frambúðar. Sara var í íslenska U-18 ára liðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Olís-deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst í dag, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að Eyjakonur fari upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eyjakonur urðu fyrir miklu áfalli fyrir síðasta tímabil þegar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir meiddust alvarlega. Sú fyrrnefnda sneri aftur eftir áramót en var mjög misjöfn en sú síðarnefnda spilaði ekkert. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru núna báðar komnar aftur auk þess sem ÍBV hefur endurheimt Ástu Björt Júlíusdóttir. Eyjakonur mæta því til leiks með fullhlaðnar byssur. ÍBV er með einn besta markvörð deildarinnar undanfarin ár, Mörtu Wawrzynkowska, öfluga vörn með Sunnu Jónsdóttur í broddi fylkingar og sóknin ætti að eflast til muna frá síðasta tímabili. Þess fyrir utan er leikmannahópurinn nokkuð breiður og hlutfallið milli ungra og efnilegra og eldri og reyndari leikmanna gott. Eyjakonur enduðu í 4. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og komust í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Nú hlýtur stefnan vera sett á að taka fara allavega upp um eina tröppu. Það eru allavega forsendur fyrir því. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit Lykilmaðurinn Sunna Jónsdóttir er reyndasti leikmaður ÍBV.vísir/hulda margrét Sunna Jónsdóttir er óskoraður leiktogi ÍBV-liðsins og mikilvægasti leikmaður þess. Hún er einn besti varnarmaður Olís-deildarinnar og með endurkomu Birnu og Hrafnhildar Hönnu ætti ekki að mæða jafn mikið á henni í sókninni. Sunna hefur verið í Eyjum í nokkur ár og þyrstir eflaust í að vinna titil með Bandalaginu. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Brotthvarf Linu Cardell ætti að opna leið fyrir Söru Dröfn Richardsdóttur inn í byrjunarlið ÍBV. Hún fær tækifæri í hægra horninu í vetur og gæti neglt þá stöðu niður til frambúðar. Sara var í íslenska U-18 ára liðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar.
2021-22: 4. sæti+undanúrslit 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit
Komnar: Ásta Björt Júlíusdóttir frá Haukum Dröfn Haraldsdóttir byrjuð aftur Farnar: Lina Cardell til Kärra (Svíþjóð) Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00