Alda Music var selt til Universal fyrir nærri tvo milljarða

Íslenska útgáfufélagið Alda Music, sem var stofnað árið 2016 og á réttinn á miklum meirihluta allrar tónlistar sem hefur verið gefin út á Íslandi, var selt í byrjun þessa árs fyrir um 12 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,7 milljarða króna, til Universal Music Group, stærsta tónlistaútgefanda í heimi.
Tengdar fréttir

„Ég segi bara húrra Ísland“
Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út.