Vilja afnema bann við klámi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 14:05 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins. Vísir Tveir þingmenn Pírata hafa lagt fram frumvarp um breytingu laga er varða bann við klámi á Íslandi. Þingmennirnir vilja að refsiheimild vegna birtingar þess, innflutnings, sölu útbýtingar eða annars konar dreifingar verði felld út. Flutningsmenn frumvarpsins eru Björn Leví Gunnarsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Í forsögu frumvarpsins segir að íslensk lög um klám hafi staðið að mestu leyti óbreytt í 153 ár á meðan viðhorf til kynlífs, umræða um það, kynhegðun og kynfrelsi hefur allt breyst. Þá kemur fram að Danir hafi fellt út bann við klámi árið 1969, Svíar séu ekki með bann við því og í Finnlandi er dreifing þess ólögleg einungis ef í því má finna ofbeldi, börn eða dýr. Í Noregi er klám skilgreind sem birting á kynferðislegu efni sem er misbjóðandi og er birting á því eða dreifing refsiverð með sekt eða fangelsi allt að þremur árum. „Almennt er það ekki talið vera í verkahring yfirvalda að ákveða hvers konar kynlíf fólk kjósi að stunda hvert með öðru, heldur snýst umræða um siðferðisleg mörk kynlífs fyrst og fremst um að til staðar sé upplýst samþykki allra sem í hlut eiga,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Þá segir að núgildandi bann við dreifingu kláms taki ekki tillit til þeirrar spurningar og sé því úr takti við nútíma viðhorf til kynlífs og kynhegðunar. Bannið sé tímaskekkja sem þarf að fjarlægja úr lögum. Minnst er á í greinargerðinni að þónokkur fjöldi fólks starfar við háttsemi sem myndi flokkast sem refsiverð samkvæmt núgildandi banni, til dæmis þeir sem birta efni á OnlyFans. Fjallað var um OnlyFans og klám í einum annálsþætti fréttastofunnar í fyrra. Klám Kynlíf Alþingi Píratar OnlyFans Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Flutningsmenn frumvarpsins eru Björn Leví Gunnarsson og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir. Í forsögu frumvarpsins segir að íslensk lög um klám hafi staðið að mestu leyti óbreytt í 153 ár á meðan viðhorf til kynlífs, umræða um það, kynhegðun og kynfrelsi hefur allt breyst. Þá kemur fram að Danir hafi fellt út bann við klámi árið 1969, Svíar séu ekki með bann við því og í Finnlandi er dreifing þess ólögleg einungis ef í því má finna ofbeldi, börn eða dýr. Í Noregi er klám skilgreind sem birting á kynferðislegu efni sem er misbjóðandi og er birting á því eða dreifing refsiverð með sekt eða fangelsi allt að þremur árum. „Almennt er það ekki talið vera í verkahring yfirvalda að ákveða hvers konar kynlíf fólk kjósi að stunda hvert með öðru, heldur snýst umræða um siðferðisleg mörk kynlífs fyrst og fremst um að til staðar sé upplýst samþykki allra sem í hlut eiga,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Þá segir að núgildandi bann við dreifingu kláms taki ekki tillit til þeirrar spurningar og sé því úr takti við nútíma viðhorf til kynlífs og kynhegðunar. Bannið sé tímaskekkja sem þarf að fjarlægja úr lögum. Minnst er á í greinargerðinni að þónokkur fjöldi fólks starfar við háttsemi sem myndi flokkast sem refsiverð samkvæmt núgildandi banni, til dæmis þeir sem birta efni á OnlyFans. Fjallað var um OnlyFans og klám í einum annálsþætti fréttastofunnar í fyrra.
Klám Kynlíf Alþingi Píratar OnlyFans Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira