Ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að þríhöfuðkúpubrjóta vinnufélaga sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2022 15:47 Ákært er fyrir árás á tvo menn sem átti sér stað á Seltjarnarnesi í júní. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps 17. júní síðastliðinn, með því að hafa slegið tvo vinnufélaga sína með hamri. Annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Þann 17. júní síðastliðinn var greint frá því að tveir hefðu verið fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn eftir að byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi hefði sinnast. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra hefur nú verið gefin út á hendur einum manni í málinu, sem ekki er nafngreindur í ákæru. Ákæran er í tveimur liðum, en fréttastofa hefur hana undir höndum. Fyrst er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa komið aftan að manni sem sat fyrir utan húsið, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk, með þeim afleiðingum að hann þríhöfuðkúpubrotnaði. Eins hlaut maðurinn eymsl á brjóstkassa, mar og bólgu, brot hægra megin á rifbeinum, mar á hægri hendi og framhandlegg og bólgu á hægri ökkla. Í öðrum ákærulið er maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum manni, og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Málið er höfðað fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og krefst ákæruvaldið þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu þess sem höfuðkúpubrotnaði er gerð krafa um fimm milljónir króna í miska- og skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Af hálfu hins mannsins er gerð krafa upp á þrjár milljónir í miska- og skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“ Lögreglumál Seltjarnarnes Dómsmál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Þann 17. júní síðastliðinn var greint frá því að tveir hefðu verið fluttir á sjúkrahús og einn handtekinn eftir að byggingaverkamönnum úr hópi sem var við vinnu við hús á Seltjarnarnesi hefði sinnast. Lögregla mætti á svæðið með mikinn viðbúnað, en samkvæmt upplýsingum frá henni hafði komið upp ágreiningur sem endaði með því að bareflum var beitt, áður en vinnufélagar mannanna skárust í leikinn. Ákæra hefur nú verið gefin út á hendur einum manni í málinu, sem ekki er nafngreindur í ákæru. Ákæran er í tveimur liðum, en fréttastofa hefur hana undir höndum. Fyrst er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa komið aftan að manni sem sat fyrir utan húsið, og fyrirvaralaust slegið hann ítrekað með klaufhamri og jarðhaka í höfuð og búk, með þeim afleiðingum að hann þríhöfuðkúpubrotnaði. Eins hlaut maðurinn eymsl á brjóstkassa, mar og bólgu, brot hægra megin á rifbeinum, mar á hægri hendi og framhandlegg og bólgu á hægri ökkla. Í öðrum ákærulið er maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa komið aftan að öðrum manni, og fyrirvaralaust slegið hann í höfuðið með klaufhamri, aftan á hvirfilinn rétt við hálsinn, þannig að maðurinn hlaut skurð aftan við vinstra eyra. Málið er höfðað fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og krefst ákæruvaldið þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu þess sem höfuðkúpubrotnaði er gerð krafa um fimm milljónir króna í miska- og skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Af hálfu hins mannsins er gerð krafa upp á þrjár milljónir í miska- og skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þekkti manninn lítið sem ekkert Viku eftir árásina ræddi DV við annað fórnarlambanna, hinn 41 árs gamla Omar Alrahman frá Írak. Það var hann sem þríhöfuðkúpubrotnaði. Í viðtalinu við DV sagðist hann hafa flutt til Íslands í nóvember 2020, og að hann hefði talið sig hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki. Þá sagðist hann varla hafa þekkt manninn sem nú er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann, og að þeir hefðu ekki átt í neinum útistöðum hvor við annan. Þeir hafi einfaldlega verið samstarfsélagar. Hann lýsir aðdraganda árásarinnar, sem hafi orðið þegar hann var að huga að dekki á bílnum sínum, á þessa leið: „Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginilega?“
Lögreglumál Seltjarnarnes Dómsmál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira