Þýskalandsmeistararnir Ómar Ingi og Gísli Þorgeir voru allt í öllu er Magdeburg vann tveggja marka sigur á Dinamo Búkarest ytra í A-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur 28-30. Ómar Ingi skoraði sjö mörk og lagði upp þrjú á meðan Gísli Þorgeir skoraði fimm og gaf tvær stoðsendingar.
Um var að ræða fyrstu umferð keppninnar og fer Íslendingalið Magdeburg vel af stað.
Sheer willpower from Ómar Ingi Magnusson @SCMagdeburg @CSDinamo #ehfcl #HandmadeHistory pic.twitter.com/hthweeeu4B
— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022
Aron Pálmarsson var heldur rólegri í tíðinni þegar lið hans Álaborg lagði Celje Lasko í B-riðli. Fór það svo að heimamenn í Álaborg unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 36-32.
Aron skoraði eitt mark í leiknum en Mikkel Hansen var markahæstur í liði heimamanna með 10 mörk ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar. Álaborg er eftir sigurinn í 4. sæti B-riðils á eftir stórliðum Kiel, Barcelona og Łomża Kielce.