Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 25-25 | Bæði lið enn í leit að sínum fyrsta sigri Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2022 22:15 Ásbjörn Friðriksson skoraði tíu mörk í liði FH í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Afturelding og FH gerðu jafntefli í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-25 sem þýðir að liðin eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Það var frítt á leik Aftureldingar og FH og var fjölmennt á vellinum. Blær Hinriksson, leikmaður Aftureldingar, og Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, byrjuðu leikinn með látum og skiptust á mörkum. Blær gerði fyrstu þrjú mörk heimamanna á meðan Ásbjörn skoraði fyrstu tvö. Eftir aðeins sex mínútna leik fékk Einar Ingi Hrafnsson beint rautt spjald. Einar fór að fullu afli í nafna sinn Einar Braga Aðalsteinsson. Dómararnir fóru í skjáinn og var niðurstaðan beint rautt spjald á Einar Inga. Afturelding átti gott áhlaup um miðjan fyrri hálfleik tveimur mörkum undir. Heimamenn náðu góðum takti og gerðu fimm mörk á meðan Hafnfirðingar skoruðu aðeins eitt og staðan orðin 10-8. Heimamenn hömruðu járnið á meðan það var heitt og FH-ingar voru í miklum vandræðum. FH-ingar voru að fara illa með dauðafæri. Hornamenn FH skoruðu aðeins eitt mark úr fimm tilraunum. Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, hefur greinilega kveikt í sínum mönnum í hálfleik því gestirnir frá Hafnarfirði mættu beittir inn í síðari hálfleik. FH náði að þétta vörnina sem skilaði auðveldum mörkum og var staðan jöfn 16-16 þegar tæplega sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Síðari hálfleikur var æsispennandi til enda. Um miðjan síðari hálfleik áttu FH-ingar í vandræðum með að skora og voru miklir klaufar í sókn. Gestirnir skoruðu ekki í tæplega sjö mínútur. Heimamenn hefðu getað nýtt sér það betur en þeim tókst aðeins að skora tvö mörk og var staðan 23-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Ásbjörn Friðriksson tók leikinn í sínar hendur í brakinu. Ásbjörn gerði fjögur af síðustu fimm mörkum FH. Úlfur Monsi Þórðarsson jafnaði leikinn 25-25 en FH fékk lokasóknina. Jovan Kukobat varði skot frá Jóhanni Berg og þar við sat. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Ef tekið er mið af síðasta tímabili þar sem Afturelding gerði sjö jafntefli kemur ekki á óvart að jafnteflin haldi áfram í vetur. Bæði lið áttu sína kafla. Afturelding var betri í fyrri hálfleik þar sem heimamenn spiluðu góða vörn og Blær dró vagninn sóknarlega. Í seinni hálfleik spilaði FH betur og Sigursteinn Arndal fékk leikhlé til að stilla upp í síðustu sóknina en Jóhann Berg klikkaði. Hverjir stóðu upp úr? Blær Hinriksson og Þorsteinn Leó Gunnarsson sáum um sóknarleik Aftureldingar. Samanlagt skoruðu þeir 13 af 25 mörkum Aftureldingar og fór sóknarleikurinn mest í gegnum þá tvo. Ásbjörn Friðriksson var potturinn og pannan í sóknarleik FH eins og oft áður. Ásbjörn skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum FH og endaði með tíu mörk. Hvað gekk illa? FH-ingar fóru illa með dauðafærin í fyrri hálfleik. Hafnfirðingar voru mikið að skjóta í stöng og slá en einnig var Jovan Kukobat að reynst þeim erfiður. Afturelding var með leikinn í hendi sér þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir. FH vann lokakaflann 1-3 sem skilaði jafntefli. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Afturelding og Grótta klukkan 19:30. Á sama tíma eigast við FH og Fram í Kaplakrika. Sigursteinn: Fannst sérstakt að dómarinn flautaði ekkert í lokasókninni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur með stigiðVísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með framfarirnar en svekktur með jafnteflið. „Þetta var hörkuleikur, ég er drullu svekktur en ánægður með liðið mitt þar sem mér fannst við spila betur en í síðasta leik og það gladdi mig að við héldum leikskipulaginu gegnum allan leikinn,“ sagði Sigursteinn og hélt áfram. „Í fyrri hálfleik fengum við urmul af færum en vorum að spila frábærlega. Við þurftum bara að halda áfram að hafa trú á verkefninu þar sem við vorum að spila vel í fyrri hálfleik.“ Sigursteini fannst sérstakt að dómararnir flautuðu ekkert í lokasókninni þar sem annað hvort hefði FH átt að fá víti eða á sig ruðning. „Ég hefði viljað sjá víti en ég á eftir að sjá atvikið aftur en út frá því að við fengum ekki á okkur ruðning þá hefði ég viljað fá víti en það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH
Afturelding og FH gerðu jafntefli í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-25 sem þýðir að liðin eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Það var frítt á leik Aftureldingar og FH og var fjölmennt á vellinum. Blær Hinriksson, leikmaður Aftureldingar, og Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, byrjuðu leikinn með látum og skiptust á mörkum. Blær gerði fyrstu þrjú mörk heimamanna á meðan Ásbjörn skoraði fyrstu tvö. Eftir aðeins sex mínútna leik fékk Einar Ingi Hrafnsson beint rautt spjald. Einar fór að fullu afli í nafna sinn Einar Braga Aðalsteinsson. Dómararnir fóru í skjáinn og var niðurstaðan beint rautt spjald á Einar Inga. Afturelding átti gott áhlaup um miðjan fyrri hálfleik tveimur mörkum undir. Heimamenn náðu góðum takti og gerðu fimm mörk á meðan Hafnfirðingar skoruðu aðeins eitt og staðan orðin 10-8. Heimamenn hömruðu járnið á meðan það var heitt og FH-ingar voru í miklum vandræðum. FH-ingar voru að fara illa með dauðafæri. Hornamenn FH skoruðu aðeins eitt mark úr fimm tilraunum. Heimamenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, hefur greinilega kveikt í sínum mönnum í hálfleik því gestirnir frá Hafnarfirði mættu beittir inn í síðari hálfleik. FH náði að þétta vörnina sem skilaði auðveldum mörkum og var staðan jöfn 16-16 þegar tæplega sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Síðari hálfleikur var æsispennandi til enda. Um miðjan síðari hálfleik áttu FH-ingar í vandræðum með að skora og voru miklir klaufar í sókn. Gestirnir skoruðu ekki í tæplega sjö mínútur. Heimamenn hefðu getað nýtt sér það betur en þeim tókst aðeins að skora tvö mörk og var staðan 23-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Ásbjörn Friðriksson tók leikinn í sínar hendur í brakinu. Ásbjörn gerði fjögur af síðustu fimm mörkum FH. Úlfur Monsi Þórðarsson jafnaði leikinn 25-25 en FH fékk lokasóknina. Jovan Kukobat varði skot frá Jóhanni Berg og þar við sat. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Ef tekið er mið af síðasta tímabili þar sem Afturelding gerði sjö jafntefli kemur ekki á óvart að jafnteflin haldi áfram í vetur. Bæði lið áttu sína kafla. Afturelding var betri í fyrri hálfleik þar sem heimamenn spiluðu góða vörn og Blær dró vagninn sóknarlega. Í seinni hálfleik spilaði FH betur og Sigursteinn Arndal fékk leikhlé til að stilla upp í síðustu sóknina en Jóhann Berg klikkaði. Hverjir stóðu upp úr? Blær Hinriksson og Þorsteinn Leó Gunnarsson sáum um sóknarleik Aftureldingar. Samanlagt skoruðu þeir 13 af 25 mörkum Aftureldingar og fór sóknarleikurinn mest í gegnum þá tvo. Ásbjörn Friðriksson var potturinn og pannan í sóknarleik FH eins og oft áður. Ásbjörn skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum FH og endaði með tíu mörk. Hvað gekk illa? FH-ingar fóru illa með dauðafærin í fyrri hálfleik. Hafnfirðingar voru mikið að skjóta í stöng og slá en einnig var Jovan Kukobat að reynst þeim erfiður. Afturelding var með leikinn í hendi sér þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir. FH vann lokakaflann 1-3 sem skilaði jafntefli. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Afturelding og Grótta klukkan 19:30. Á sama tíma eigast við FH og Fram í Kaplakrika. Sigursteinn: Fannst sérstakt að dómarinn flautaði ekkert í lokasókninni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur með stigiðVísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með framfarirnar en svekktur með jafnteflið. „Þetta var hörkuleikur, ég er drullu svekktur en ánægður með liðið mitt þar sem mér fannst við spila betur en í síðasta leik og það gladdi mig að við héldum leikskipulaginu gegnum allan leikinn,“ sagði Sigursteinn og hélt áfram. „Í fyrri hálfleik fengum við urmul af færum en vorum að spila frábærlega. Við þurftum bara að halda áfram að hafa trú á verkefninu þar sem við vorum að spila vel í fyrri hálfleik.“ Sigursteini fannst sérstakt að dómararnir flautuðu ekkert í lokasókninni þar sem annað hvort hefði FH átt að fá víti eða á sig ruðning. „Ég hefði viljað sjá víti en ég á eftir að sjá atvikið aftur en út frá því að við fengum ekki á okkur ruðning þá hefði ég viljað fá víti en það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti