Úlfarnir engin fyrirstaða og meistararnir komnir á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 13:30 Þessir tveir skoruðu í dag. EPA-EFE/ANDREW YATES Jack Grealish kom gestunum frá Manchester yfir eftir aðeins 55 sekúndur og segja má að Úlfarnir hafi aldrei átt viðreisnar von í dag. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur skoraði svo norska undrið Erling Braut Håland. 4 - Erling Haaland has become the first player in Premier League history to score in each of his first four away games in the competition. Silenced. pic.twitter.com/0nKMehXArf— OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2022 Þar með varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í fyrstu fjórum leikjum sínum á útivelli í deildinni. Þá var þetta hans 100. mark í síðustu 99 leikjum. Gestirnir bættu ekki við mörkum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en Nathan Collins nældi sér hins vegar í beint rautt spjald í liði Úlfanna fyrir glórulaust brot á Grealish. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja og heimamenn orðnir manni færri. pic.twitter.com/iG8l3jhLI0— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 Man City virtist nokkuð sátt með stöðu mála í síðari hálfleik og ógnaði marki Úlfanna ekki mikið ef frá er talið mark Phil Foden á 69. mínútu. Staðan þar með orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Lærisveinar Pep Guardiola eru þar með komnir á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö leikjum. Enski boltinn Fótbolti
Jack Grealish kom gestunum frá Manchester yfir eftir aðeins 55 sekúndur og segja má að Úlfarnir hafi aldrei átt viðreisnar von í dag. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur skoraði svo norska undrið Erling Braut Håland. 4 - Erling Haaland has become the first player in Premier League history to score in each of his first four away games in the competition. Silenced. pic.twitter.com/0nKMehXArf— OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2022 Þar með varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í fyrstu fjórum leikjum sínum á útivelli í deildinni. Þá var þetta hans 100. mark í síðustu 99 leikjum. Gestirnir bættu ekki við mörkum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en Nathan Collins nældi sér hins vegar í beint rautt spjald í liði Úlfanna fyrir glórulaust brot á Grealish. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja og heimamenn orðnir manni færri. pic.twitter.com/iG8l3jhLI0— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 Man City virtist nokkuð sátt með stöðu mála í síðari hálfleik og ógnaði marki Úlfanna ekki mikið ef frá er talið mark Phil Foden á 69. mínútu. Staðan þar með orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Lærisveinar Pep Guardiola eru þar með komnir á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö leikjum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti