Kallar eftir frelsun bænda Snorri Másson skrifar 16. september 2022 20:47 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði. Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði.
Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04
2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03