Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 13:30 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Málið snýst um Palestínumann sem sótti um hæli hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekki var hægt að flytja fólk úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sem flytur málið bendir á að reglur séu þannig að ef stjórnvöld nái ekki að ljúka meðferð slíkra mála innan 12 mánaða þá fái viðkomandi efnismeðferð. Í tilviki Palestínumannsins hafi þessi frestur runnið út - og vísað til þess að maðurinn hefði sjálfur tafið mál sitt, eins og raunar í tilvikum margra annarra í sömu stöðu. „Og málið snýst í rauninni bara um það, þennan núans, hvort það sé hægt að kenna þessu fólki um að það hafi ekki verið hægt að flytja það úr landi, meðal annars vegna reglna þar um í Grikklandi, hvort það hafi verið þeim að kenna,“ segir Helgi. „Hingað til hafa menn bara verið taldir hafa tafið málið ef þeir hafa látið sig hverfa eða mæta ekki í viðtölin og svo framvegis. En þarna erum við með hóp sem gerði ekkert ólöglegt.“ Málið yrði ekki fordæmisgefandi til framtíðar heldur sneri að fólki sem kom hingað til lands á afmörkuðu tímabili í faraldrinum. En vinnist málið gæti þó talsvert stór hópur fengið efnismeðferð, að sögn Helga. „Það er eiginlega alveg bókað. En hversu stór sá hópur er fer eftir því hvernig niðurstaðan er útfærð. En það er alveg öruggt að það yrðu allavega einhverjir tugir. Og eftir því hvernig niðurstaðan kemur út gæti það slagað í hundrað manns.“ Hvernig finnst þér framferði stjórnvalda í þessu máli? „Það er nokkuð harkaleg framganga aðmínu mati. Ég tel, og ég held að margir séu á þeirri skoðun, að stjórnvöld hafi ranglega sakað þennan hóp um að hafa tafið mál sitt,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent