„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 19:26 Systkinin Lutfa og Ferdoz Ali, ásamt syni Ferdozar. Þau vitja leiðis móður sinnar, sem lést sviplega í sumar, á hverjum föstudegi í Gufuneskirkjugarði. Vísir/einar Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira