Svo kíkjum við heim þar sem aðalmeðferð í einu umfangsmesta fíkniefnamáli í Íslandssögunni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það er tengt gríðarstóru peningaþvættismáli sem er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Þrjár konur sem voru á lista Flokks fólksins fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor hafa sakað samflokksmann sinn, Hjörleif Hallgrímsson Herbertsson, um kynferðislega áreiti og óviðeigandi hegðun í sinn garð. Þær segja tvo menn í forystu flokksins á Akureyri hafa reynt að hylma yfir málið. Þær héldu blaðamannafund í dag og tjáðu sig í fyrsta skipti um ásakanirnar við fjölmiðla frá því að þær stigu fram í síðustu viku.
Forstjóri Icelandair segir félagið þurfa að gera betur í innanlandsflugi. Hann var boðaður á fund sveitarstjórnarfulltrúa á Norðurlandi eystra í dag.
Og við ræðum við Kristján Svan Eymundsson, sigurvegara Bakgarðshlaupsins, sem hljóp yfir 200 kílómetra um helgina.