Menning

Brad Pitt ó­­vænt með fyrstu list­sýningu sína í Finn­landi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Listamennirnir þrír, Nick Cave, Thomas Houseago og Brad Pitt.
Listamennirnir þrír, Nick Cave, Thomas Houseago og Brad Pitt. Sara Hildén listasafnið

Brad Pitt hefur alltaf verið þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum en nýjasta för hans innan listaheimsins er á svið myndhöggvara. Nú stendur yfir hans fyrsta listasýning en staðsetning hennar hefur vakið athygli.

Sýningin fer fram á Sara Hildén listasafninu í Tampere í Finnlandi. Ásamt höggmyndum Pitt geta gestir einnig skoðað leirlistaverk ástralska tónlistarmannsins Nick Cave og listaverk eftir breska listamanninn Thomas Houseago.

„Fyrir mig og Nick er þetta nýr heimur og er okkar innkoma inn í hann. Mér finnst þetta bara vera rétta skrefið,“ sagði Pitt í samtali við finnska fjölmiðilinn Yle við opnun sýningarinnar.

Meðal verka eftir Pitt eru sílíkonskúlpturar sem búið er að skjóta á með byssu og einhverskonar bronslíkkista.

Það kom mörgum á óvart að verk Pitt væru til sýnis á sýningunni en það var ekki búið að tilkynna það fyrir fram. Safnstjórinn var mjög ánægður með að fá verk hans til sýnis á safninu. Hann segir að það hafi verið hugmynd Houseago að fá listaverk Cave og Pitt til Finnlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.