Tónlist

Samdi lag fyrir þá sem eru í lægð

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Brynja ræddi við blaðamann um nýjasta lagið sitt.
Tónlistarkonan Brynja ræddi við blaðamann um nýjasta lagið sitt. Aðsend

Tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir var að gefa út lagið My oh My sem er hluti af væntanlegri breiðskífa frá Brynju. Hún hefur verið starfrækt í íslensku tónlistarlífi undanfarin fjögur ár og átti meðal annars lag í íslensku Netflix seríunni Katla.

Blaðamaður tók púlsinn á Brynju sem segir meðal annars að ef tónlistin hennar væri árstíð þá væri hún vor.

Platan hennar, Repeat, er fyrsta plata sem Brynja sendir frá sér en hún kemur út 20. október næstkomandi.

„Platan er búin að vera í bígerð í fjögur ár og ég er mjög tilbúin að koma henni út,“ segir Brynja.

Aðspurð um innblásturinn að laginu segir Brynja:

„Ég samdi lagið um að vera alveg týnd og vita ekki í hvorn fótinn maður eigi að stíga, um það að eiga erfitt með að taka ákvarðanir. 

Þetta lag er fyrir alla sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma. Fyrir þá sem eru í lægð. Mundu að lífið kemur í bylgjum.“

Tengdar fréttir

Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi

Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.