Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. september 2022 20:00 Áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. vísir Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum. Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum.
Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent