Guðlaugur Victor: Alltaf gott að spila með Aroni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:40 Guðlaugur Victor Pálsson var ánægður með sigurinn í dag. Getty/Alex Grimm Guðlaugur Victor Pálsson lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í langan tíma er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í kvöld. „Það var virkilega gaman,“ sagði Guðlaugur í samtali við Viaplay að leik loknum. „Skemmtilegt líka að koma til baka og vinna, það var mjög skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur unnið landsleik.“ Guðlaugur var ekki sá eini sem var að snúa til baka í landsliðið eftir langa fjarveru, en hann lék í hægri bakverði í dag með landsliðsfyrirliðan Aron Einar Gunnarsson, sem hafði ekki leikið með landsliðinu síðan í júní á seinasta ári, sér við hlið. „Það er alltaf gott að hafa Aron og alltaf gott að spila með Aroni. Hann er mikill leiðtogi og hann hjálpar öllum og hjálpar mér. Ég reyni að hjálpa honum líka, ekki það að það þurfi svo sem.“ Mikil harka var oft á tíðum í leiknum og leikmenn Venesúela áttu það til að láta vel í sér heyra. Guðlaugur segir það ekki koma sér á óvart, enda séu suður-amerískir leikmenn oft á tíðum blóðheitir. „Já, þeir eru svolítið í því. En ef maður er harður við þá þá eru þeir líka fljótir að missa hausinn og maður þarf að vera fastur á þeim. Þeir eru með heitt blóð.“ Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik urðu leikmenn íslenska liðsins beittari eftir hlé, en Guðlaugur segir þó að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, hafi ekki tekið neina stóra ræðu inni í búningsklefa. „Nei, nei svo sem ekki. Það var bara farið yfir hluti sem við þurftum að gera aðeins betur. Þetta var náttúrulega leikur með ekki mjög mikið af færum og kannski ekkert það skemmtilegasta að horfa á hann. En bara mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og fengið sigur. Það er bara frábært fyrir sjálfstraustið í næsta leik og eins og allir vita þá er þetta búið að vera strembið og við höfum ekki unnið mikið af leikjum þannig að það er bara frábært fyrir okkur sem hóp að fá sigur og styrkja sjálfstraustið í hópnum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23 Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
„Það var virkilega gaman,“ sagði Guðlaugur í samtali við Viaplay að leik loknum. „Skemmtilegt líka að koma til baka og vinna, það var mjög skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur unnið landsleik.“ Guðlaugur var ekki sá eini sem var að snúa til baka í landsliðið eftir langa fjarveru, en hann lék í hægri bakverði í dag með landsliðsfyrirliðan Aron Einar Gunnarsson, sem hafði ekki leikið með landsliðinu síðan í júní á seinasta ári, sér við hlið. „Það er alltaf gott að hafa Aron og alltaf gott að spila með Aroni. Hann er mikill leiðtogi og hann hjálpar öllum og hjálpar mér. Ég reyni að hjálpa honum líka, ekki það að það þurfi svo sem.“ Mikil harka var oft á tíðum í leiknum og leikmenn Venesúela áttu það til að láta vel í sér heyra. Guðlaugur segir það ekki koma sér á óvart, enda séu suður-amerískir leikmenn oft á tíðum blóðheitir. „Já, þeir eru svolítið í því. En ef maður er harður við þá þá eru þeir líka fljótir að missa hausinn og maður þarf að vera fastur á þeim. Þeir eru með heitt blóð.“ Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik urðu leikmenn íslenska liðsins beittari eftir hlé, en Guðlaugur segir þó að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, hafi ekki tekið neina stóra ræðu inni í búningsklefa. „Nei, nei svo sem ekki. Það var bara farið yfir hluti sem við þurftum að gera aðeins betur. Þetta var náttúrulega leikur með ekki mjög mikið af færum og kannski ekkert það skemmtilegasta að horfa á hann. En bara mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og fengið sigur. Það er bara frábært fyrir sjálfstraustið í næsta leik og eins og allir vita þá er þetta búið að vera strembið og við höfum ekki unnið mikið af leikjum þannig að það er bara frábært fyrir okkur sem hóp að fá sigur og styrkja sjálfstraustið í hópnum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23 Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23
Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57