Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2022 13:44 Hofsá í Vopnafirði Veiðisumarið fór rólega af stað í flestum ám og vanir veiðimenn segja að ástæðan fyrir því sé bara sú að sumarið og göngur hafi verið tveimur vikum á eftir áætlun. Það rímar ágætlega við taktinn í veiðinni sem var ótrúlega góður í mörgum ánum í september og það er áhuavert svona þegar tímabilinu í sjálfbæru ánum er að ljúka, að sjá hversu mikill viðsnúningurinn er.Hofsá og Selá eru að koma svo sterkar inn seinni partinn á sumrinu að það hálfa væri nóg. Samanburðurinn við árið í fyrra er tvöfaldur í Hofsá en veiðin 2021 var uppá 601 lax en núna er Hofsá komin í 1.211 laxa sem er í alla staði bara gott sumar í ánni. Selá á líka mikin viðsnúning þó hann sé ekki alveg jafn mikill en góður er hann samt. Veiðin í ánni var 764 laxar 2021 en núna er hún komin í 1.164 laxa. Það er greinilegt að sjá að stóru árnar á norðausturlandi eru að eiga gott sumar en þar má líka nefna Jöklu sem er komin í 790 laxa en var með 540 laxa. Stangveiði Mest lesið 22 punda lax úr Jöklu Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Yfir 40 veiðisvæði í boði inná Veiða.is Veiði Vika eftir í Elliðaánum Veiði 41 lax á land í Eystri Rangá í dag Veiði Brúará er komin í gang Veiði
Það rímar ágætlega við taktinn í veiðinni sem var ótrúlega góður í mörgum ánum í september og það er áhuavert svona þegar tímabilinu í sjálfbæru ánum er að ljúka, að sjá hversu mikill viðsnúningurinn er.Hofsá og Selá eru að koma svo sterkar inn seinni partinn á sumrinu að það hálfa væri nóg. Samanburðurinn við árið í fyrra er tvöfaldur í Hofsá en veiðin 2021 var uppá 601 lax en núna er Hofsá komin í 1.211 laxa sem er í alla staði bara gott sumar í ánni. Selá á líka mikin viðsnúning þó hann sé ekki alveg jafn mikill en góður er hann samt. Veiðin í ánni var 764 laxar 2021 en núna er hún komin í 1.164 laxa. Það er greinilegt að sjá að stóru árnar á norðausturlandi eru að eiga gott sumar en þar má líka nefna Jöklu sem er komin í 790 laxa en var með 540 laxa.
Stangveiði Mest lesið 22 punda lax úr Jöklu Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Hörkuveiði í Ytri Rangá Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Yfir 40 veiðisvæði í boði inná Veiða.is Veiði Vika eftir í Elliðaánum Veiði 41 lax á land í Eystri Rangá í dag Veiði Brúará er komin í gang Veiði