Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2023 09:14 Fræðslukvöld SVFR hafa verið mjög vel sótt í allan vetur en næstkomandi fimmtudag er komið að síðasta kvöldinu í vetur. Á þessu síðasta kvöldi verður fræsluefnið lax og til þess að fræða veiðimenn og veiðikonur verða tveir þungavigtar veiðimenn aðal ræðumenn kvöldsins. Það eru þeir Bubbi Morthens og Elvar Örn en báðir hafa þeir feykna reynslu í laxveiði og geta klárlega miðlað góðum ráðum til veiðimanna. Að venju verður síðan ansi veglegt happdrætti á kvöldinu en það er gjarnan hefðin á þessum lokakvöldum að veiðibúðirnar sem gefa vinningana eru ansi rausnarlegar. Fræðslukvöldið verður í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal fimmtudaginn 13. apríl og opnar húsið kl 19:30 en kvöldið sjálft hefst klukkan 20:00. Þess má geta að allri félagar SVFR sem mæta á kvöldið eru sjálfkrafa þáttakendur í happdrætti kvöldsins. Þeir gestir sem mæta og eru ekki félagar í SVFR geta gert það á kvöldinu en það skal þó taka það fram að það er ekki skylda að vera félagi til að mæta á kvöldið. Það eru allir veiðimenn og veiðikonur hjartanlega velkomin. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Vífilstaðavatn mun betra en í fyrra Veiði Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Veiði Laxinn í Langá bíður eftir lækkandi vatni Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði
Á þessu síðasta kvöldi verður fræsluefnið lax og til þess að fræða veiðimenn og veiðikonur verða tveir þungavigtar veiðimenn aðal ræðumenn kvöldsins. Það eru þeir Bubbi Morthens og Elvar Örn en báðir hafa þeir feykna reynslu í laxveiði og geta klárlega miðlað góðum ráðum til veiðimanna. Að venju verður síðan ansi veglegt happdrætti á kvöldinu en það er gjarnan hefðin á þessum lokakvöldum að veiðibúðirnar sem gefa vinningana eru ansi rausnarlegar. Fræðslukvöldið verður í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal fimmtudaginn 13. apríl og opnar húsið kl 19:30 en kvöldið sjálft hefst klukkan 20:00. Þess má geta að allri félagar SVFR sem mæta á kvöldið eru sjálfkrafa þáttakendur í happdrætti kvöldsins. Þeir gestir sem mæta og eru ekki félagar í SVFR geta gert það á kvöldinu en það skal þó taka það fram að það er ekki skylda að vera félagi til að mæta á kvöldið. Það eru allir veiðimenn og veiðikonur hjartanlega velkomin.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Vífilstaðavatn mun betra en í fyrra Veiði Veiði 2017 veiðiblað Veiðihornsins kemur út í dag. Veiði Laxinn í Langá bíður eftir lækkandi vatni Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum á síðustu dögum tímabilsins Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði