Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2022 16:45 Valskonur fagna í leikslok. vísir/tjörvi Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. Cyera Hintzen skoraði tvö mörk fyrir Val og Anna Rakel Pétursdóttir eitt. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, besti maður vallarins, lagði öll mörk gestanna upp. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði mark Aftureldingar. Valur er einnig bikarmeistari og þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur tvöfalt síðan 2009. Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Valskonum því þær eru á leið til Tékklands þar sem þær mæta Slavia Prag í seinni leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Ef Valur kemst áfram framlengist tímabil liðsins fram í desember. Eftir mögur ár hefur Valur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari síðan Pétur Pétursson tók við liðinu fyrir tímabilið 2018. Að því er virðist afslappaður stjórnunarstíll hefur smollið eins og flís við rass á Hlíðarenda og Valskonur eru komnar aftur á toppinn. Fyrir leikinn í dag var ljóst að Valur yrði Íslandsmeistari svo lengi sem liðið myndi ekki tapa. Aftur á móti þurfti Afturelding að vinna til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni. Fyrirfram var ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir Mosfellinga, og hann var það, en þeir spiluðu samt vel í leiknum. Það dugði þó ekki til. Mosfellingar voru svekktir í leikslok.vísir/tjörvi Þórdís Hrönn var hættulegasti leikmaður Vals í fyrri hálfleik og lagði bæði mörk liðsins upp. Cyera skoraði það fyrra á 7. mínútu og Anna Rakel það síðara á 36. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Guðrún Elísabet muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Vals. Guðrún Elísabet var mjög ógnandi í leiknum sem var aðeins hennar áttundi í Bestu deildinni. Hún missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og Mosfellingar hugsa eflaust hvað hefði gerst ef hún hefði verið heil heilsu allt tímabilið. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn kröftuglega en náði ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. Valur herti í kjölfarið tökin án þess þó að fara úr hlutlausa gírnum. Sem fyrr sagði eiga Valskonur mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og hann hefur eflaust verið þeim ofarlega í huga. Þrátt fyrir að tilþrifin hafi verið af skornum skammti var Valur með góða stjórn á leiknum og hélt Evu Ýri Helgadóttur í marki Aftureldingar upptekinni. Á 80. mínútu skaut Ásdís Karen Halldórsdóttir í stöngina á marki heimakvenna eftir fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Sjö mínútum síðar sendi hún boltann á Cyeru sem á um afganginn, rakti boltann áfram og átti svo frábært vinstri fótar skot sem Eva réði ekki við. Þar með titilinn endanlega tryggður. Fögnuður Valskvenna í leikslok var nokkuð lágstemmdur og þær voru sennilega fyrst og fremst ánægðar að klára dæmið í dag og þurfa ekki að bíða eftir því fram í lokaumferðina. Framundan er svo leikurinn mikilvægi gegn Slavia Prag. En Valskonur mega vera ánægðar með sig. Þær eru tvöfaldir meistarar og fyrsta liðið sem ver Íslandsmeistaratitilinn síðan Stjörnukonur gerðu það 2014. Og þær rauðu eru svo vel að því komnar. Besta deild kvenna Valur Afturelding Fótbolti Tengdar fréttir Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00
Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. Cyera Hintzen skoraði tvö mörk fyrir Val og Anna Rakel Pétursdóttir eitt. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, besti maður vallarins, lagði öll mörk gestanna upp. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði mark Aftureldingar. Valur er einnig bikarmeistari og þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur tvöfalt síðan 2009. Tímabilinu er þó ekki lokið hjá Valskonum því þær eru á leið til Tékklands þar sem þær mæta Slavia Prag í seinni leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Ef Valur kemst áfram framlengist tímabil liðsins fram í desember. Eftir mögur ár hefur Valur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari síðan Pétur Pétursson tók við liðinu fyrir tímabilið 2018. Að því er virðist afslappaður stjórnunarstíll hefur smollið eins og flís við rass á Hlíðarenda og Valskonur eru komnar aftur á toppinn. Fyrir leikinn í dag var ljóst að Valur yrði Íslandsmeistari svo lengi sem liðið myndi ekki tapa. Aftur á móti þurfti Afturelding að vinna til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni. Fyrirfram var ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir Mosfellinga, og hann var það, en þeir spiluðu samt vel í leiknum. Það dugði þó ekki til. Mosfellingar voru svekktir í leikslok.vísir/tjörvi Þórdís Hrönn var hættulegasti leikmaður Vals í fyrri hálfleik og lagði bæði mörk liðsins upp. Cyera skoraði það fyrra á 7. mínútu og Anna Rakel það síðara á 36. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Guðrún Elísabet muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Vals. Guðrún Elísabet var mjög ógnandi í leiknum sem var aðeins hennar áttundi í Bestu deildinni. Hún missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og Mosfellingar hugsa eflaust hvað hefði gerst ef hún hefði verið heil heilsu allt tímabilið. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn kröftuglega en náði ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. Valur herti í kjölfarið tökin án þess þó að fara úr hlutlausa gírnum. Sem fyrr sagði eiga Valskonur mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og hann hefur eflaust verið þeim ofarlega í huga. Þrátt fyrir að tilþrifin hafi verið af skornum skammti var Valur með góða stjórn á leiknum og hélt Evu Ýri Helgadóttur í marki Aftureldingar upptekinni. Á 80. mínútu skaut Ásdís Karen Halldórsdóttir í stöngina á marki heimakvenna eftir fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Sjö mínútum síðar sendi hún boltann á Cyeru sem á um afganginn, rakti boltann áfram og átti svo frábært vinstri fótar skot sem Eva réði ekki við. Þar með titilinn endanlega tryggður. Fögnuður Valskvenna í leikslok var nokkuð lágstemmdur og þær voru sennilega fyrst og fremst ánægðar að klára dæmið í dag og þurfa ekki að bíða eftir því fram í lokaumferðina. Framundan er svo leikurinn mikilvægi gegn Slavia Prag. En Valskonur mega vera ánægðar með sig. Þær eru tvöfaldir meistarar og fyrsta liðið sem ver Íslandsmeistaratitilinn síðan Stjörnukonur gerðu það 2014. Og þær rauðu eru svo vel að því komnar.
Besta deild kvenna Valur Afturelding Fótbolti Tengdar fréttir Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00
Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti