Misvægi atkvæða eftir búsetu gangi ekki árið 2022 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2022 14:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill gera vægi atkvæða milli kjördæma eins jafnt og stjórnarskrá heimilar. Það gangi ekki árið 2022 að vægi atkvæðis fari eftir því hvar viðkomandi búi á landinu. Þorgerður er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á kosningalögum en meðflutningsmenn eru frá Samfylkingu, Pírötum og Flokki fólksins. Þingmennirnir vilja aukið jafnræði fólks til að hafa pólitísk áhrif með atkvæðisrétti sínum. Kjördæmakerfið á Íslandi leyfir nú mest tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu. Þorgerður segir þetta mikla tímaskekkju og að frumvarpið sé risaskref í átt að „einum manni - einu atkvæði.“ Þetta mál er eitt af kjarnamálum Viðreisnar og formanninum sérstaklega hugleikið. Þorgerður talaði fyrir jafnara atkvæðavægi í jómfrúarræðu sinni á þingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Hvernig hefur gengið svona illa að breyta þessu? „Þetta hefur fyrst og síðast kannski farið í gegnum breytingar á stjórnarskránni og við breyttum stjórnarskránni síðast árið 1999 og höfum núnareynt í 23 ár að breyta henni og ég fann það í vinnu formannaflokkanna á síðasta kjörtímabili að þegar þetta mál var rætt þá var ekki möguleiki að fá þá afgreiðslu sem þjóðin var að kalla eftir, af því hún er að kalla eftir þessu. Það hafa kannanir og rýnirannsóknir sýnt.“ Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa bent á að ójafnt vægi atkvæða brjóti gegn jafnræðisreglum þeirra alþjóðlegu mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Þetta er risaréttlætimál og það er árið 2022 og það gengur ekki að fólk sé með mismunandi kosningarétt eftir því hvar það býr á landinu. Það getur vel verið að það hafi verið skiljanlegt fyrir hundrað árum en ekki í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Alþingi Viðreisn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þorgerður er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á kosningalögum en meðflutningsmenn eru frá Samfylkingu, Pírötum og Flokki fólksins. Þingmennirnir vilja aukið jafnræði fólks til að hafa pólitísk áhrif með atkvæðisrétti sínum. Kjördæmakerfið á Íslandi leyfir nú mest tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu. Þorgerður segir þetta mikla tímaskekkju og að frumvarpið sé risaskref í átt að „einum manni - einu atkvæði.“ Þetta mál er eitt af kjarnamálum Viðreisnar og formanninum sérstaklega hugleikið. Þorgerður talaði fyrir jafnara atkvæðavægi í jómfrúarræðu sinni á þingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Hvernig hefur gengið svona illa að breyta þessu? „Þetta hefur fyrst og síðast kannski farið í gegnum breytingar á stjórnarskránni og við breyttum stjórnarskránni síðast árið 1999 og höfum núnareynt í 23 ár að breyta henni og ég fann það í vinnu formannaflokkanna á síðasta kjörtímabili að þegar þetta mál var rætt þá var ekki möguleiki að fá þá afgreiðslu sem þjóðin var að kalla eftir, af því hún er að kalla eftir þessu. Það hafa kannanir og rýnirannsóknir sýnt.“ Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa bent á að ójafnt vægi atkvæða brjóti gegn jafnræðisreglum þeirra alþjóðlegu mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Þetta er risaréttlætimál og það er árið 2022 og það gengur ekki að fólk sé með mismunandi kosningarétt eftir því hvar það býr á landinu. Það getur vel verið að það hafi verið skiljanlegt fyrir hundrað árum en ekki í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alþingi Viðreisn Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22