„Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 07:00 Martha Hermannsdóttir hefur ákveðið að setja skóna upp í hillu og einbeita sér að tannlækningum. Vísir/Daníel Þór Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs í Olís deild kvenna undanfarin ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir viðburðarríkan feril. Tannlækningar eiga nú hug hennar allan. Martha verður 39 ára síðar á árinu en hún hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil. Hún hefur því ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að láta gott heita. „Þetta er búið að blunda aðeins í mér. Meiðsli hafa aðeins verið að hrjá mig þannig að eftir síðasta tímabil, þegar við urðum Íslandsmeistarar, var ég aðeins að spá í þetta en fannst ég ekki geta hætt. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt ævintýri það tímabil,“ sagði Martha í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag, föstudag. „Það var ákveðið að við myndum fara í Evrópukeppnina eftir það. Ég tímdi ekki að sleppa því, að fara í Evrópukeppnina að með mínu uppeldisfélagi svo ég ákvað að taka eitt tímabil í viðbót. Svo fann ég eftir síðasta tímabil, það var mikið álag.“ „Við fórum til Kósovó og Spánar í Evrópukeppninni, undanúrslit í báðum bikarkeppnunum, þreföld umferð. Rosalega margir leikir og mikið álag. Skrokkurinn var orðinn ansi þreyttur í vor. Ég tók svo sem ekkert ákvörðunina alveg strax en mig grunaði að þetta myndi enda.“ Martha segist hafa íhugað að hætta þegar hún eignaðist sitt yngsta barn en síðan hafa liðið sjö ár og framlengdist ferillinn því töluvert. „Svo togar þetta í mann, þetta gefur manni svo mikið. Kannski helst eftir það (barnsburðinn) sem ég íhugaði að hætta en svo var ég fljót að komast í form. Var kominn á völlinn áður en ég vissi af. Martha hefur lengi verið burðarás hjá KA/Þór og eftir misjafnan árangur um árabil upplifði hún að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2021. „Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast hér á Akureyri. Ég spilaði náttúrulega með Haukum þegar ég var fyrir sunnan í náminu og varð Íslands- og bikarmeistari með þeim. En það er eitthvað sérstakt sætt við það að vinna með uppeldisfélaginu. Að vera hérna í KA heimilinu með sína áhorfendur og alla sem maður þekkir svo þetta var einstaklega sætt,“ sagði tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir að endingu. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fagnar titlinum vorið 2021.vísir/hulda margrét Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Fleiri fréttir Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjá meira
Martha verður 39 ára síðar á árinu en hún hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil. Hún hefur því ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að láta gott heita. „Þetta er búið að blunda aðeins í mér. Meiðsli hafa aðeins verið að hrjá mig þannig að eftir síðasta tímabil, þegar við urðum Íslandsmeistarar, var ég aðeins að spá í þetta en fannst ég ekki geta hætt. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt ævintýri það tímabil,“ sagði Martha í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag, föstudag. „Það var ákveðið að við myndum fara í Evrópukeppnina eftir það. Ég tímdi ekki að sleppa því, að fara í Evrópukeppnina að með mínu uppeldisfélagi svo ég ákvað að taka eitt tímabil í viðbót. Svo fann ég eftir síðasta tímabil, það var mikið álag.“ „Við fórum til Kósovó og Spánar í Evrópukeppninni, undanúrslit í báðum bikarkeppnunum, þreföld umferð. Rosalega margir leikir og mikið álag. Skrokkurinn var orðinn ansi þreyttur í vor. Ég tók svo sem ekkert ákvörðunina alveg strax en mig grunaði að þetta myndi enda.“ Martha segist hafa íhugað að hætta þegar hún eignaðist sitt yngsta barn en síðan hafa liðið sjö ár og framlengdist ferillinn því töluvert. „Svo togar þetta í mann, þetta gefur manni svo mikið. Kannski helst eftir það (barnsburðinn) sem ég íhugaði að hætta en svo var ég fljót að komast í form. Var kominn á völlinn áður en ég vissi af. Martha hefur lengi verið burðarás hjá KA/Þór og eftir misjafnan árangur um árabil upplifði hún að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2021. „Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast hér á Akureyri. Ég spilaði náttúrulega með Haukum þegar ég var fyrir sunnan í náminu og varð Íslands- og bikarmeistari með þeim. En það er eitthvað sérstakt sætt við það að vinna með uppeldisfélaginu. Að vera hérna í KA heimilinu með sína áhorfendur og alla sem maður þekkir svo þetta var einstaklega sætt,“ sagði tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir að endingu. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fagnar titlinum vorið 2021.vísir/hulda margrét
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Fleiri fréttir Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjá meira