Þrír íslenskir kappar í topp tíu í ofurhlaupi í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2022 22:27 Þorbergur ásamt þeim Þorsteini (fyrir miðju) og Snorra til hægri. Þorbergur Jónsson, Snorri Björnsson og Þorsteinn Roy urðu allir á meðal tíu efstu af um fimmtán hundruð keppendum í 59 kílómetra fjallahlaupi í Suður-Frakklandi í dag. Þorbergur hafnaði í öðru sæti í keppinni. Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins. Frakkland Hlaup Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira
Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins.
Frakkland Hlaup Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira